Greinasafni: Hestar
Reiðtúrar með fararstjóra
Á bænum Ytri-Skógum, undir Eyjafjöllum, er rekin hestaleiga sem býður upp á reiðtúra undir leiðsögn fararstjóra. Boðið er upp á klukkutíma eða lengri dagsferðir um nágrenni Skóga þar sem hægt er að ríða niður að sjó, með hlíðum Skóga eða austur undir Sólheimajökul. Hestarnir eru traustir og góðir og henta jafnt byrjendum sem og vönum knöpum. Reiðtúrarnir eru frábær skemmtun fyrir alla og góð leið til að njóta náttúrunnar í fögru umhverfi og góðum félagsskap.

Upplýsingar fást í eftirfarandi símanúmerum: 4878832 - 8447132 - 8481580.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga