Greinasafni: Hótel og gisting
Gistiheimilið á Vestri-Garðsauka
  Á Vestri-Garðsauka, rétt austan megin við Hvolsvöll, er rekin bændagisting. Gistiaðstaðan er á neðri hæð íbúðarhússins á staðnum.,,Hér eru fjögur björt og skemmtilega innréttuð herbergi, þrjú tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna með koju. Það eru tvö baðherbergi, eitt eldhús og einnig eldhúskrókur. Við bjóðum einnig uppá morgunmat. Það kostar sjö þúsund krónur að leigja tveggja manna herbergi en morgunmaturinn kostar fimm hundruð krónur á mann,“ segir Christiane L. Bahner sem býr á Vestri-Garðsauka ásamt eiginmanni sínum Jóni Loga Þorsteinssyni. Gistiheimilið er opið frá 1.maí til 1.október ár hvert.

 
,,Kosturinn við að gista hjá okkur er hversu stutt við erum frá Hvolsvelli þar sem hægt er að fá alla þjónustu. Frá okkur er hentugt að fara í dagsferðir t.d. til Vestmanneyja, í Þórsmörk, til Landmannalauga eða í Þjórsárdalinn svo dæmi séu tekin. Einnig eru margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenningu og veiðiár,“ segir Christiane.

 
Vestri-Garðsauki er landnámsjörð, rúmlega 500 hektara að stærð. Mestallt landið nýtist sem hagi fyrir rúmlega 100 hross. Á bænum eru kýr, hestar, hundar og kettir. Fyrirhugað er að fjölga dýrategundum og vera með hænsni og jafnvel svín. Skepnuhald er ekki lengur aðal atvinnugreinin á bænum heldur framleiðsla á túnþökum og fóðri.

Jón Logi tók við búinu á Vestri-Garðsauka fyrir 20 árum af afa sínum og ömmu. Hann talar góða þýsku, ensku og dönsku. Christiane er þýsk og sér hún um reksturinn á gistiheimilinu. Christiane er lögmaður og hefur nýlega opnað lögmannsstofu á Selfossi. Hún er einnig leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið nokkur sumur sem slíkur. Christiane talar íslensku, frönsku og ensku.

Heimasíða Vestri-Garðsauka er www.gardsauki.is og síminn hjá þeim er 4878078

 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga