Greinasafni: Ferðaþjónusta
Glæsileg ferðaþjónusta með fjölbreyttri afþreyingu

Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Staðurinn er tilvalinn fyrir stóra sem smáa hópa t.d. ættarmót, starfsmannaferðir, afmæli, árshátíðir, brúðkaup, fundarhöld, fermingar ofl.

Ýmsa afþreyingu er hægt að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.

Þrjár stærðir af sumarhúsum
Að sögn Lailu Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra Hellishóla,  er boðið upp á þrjár stærðir af notalegum og snyrtilegum sumarhúsum á Hellishólum , en húsin eru 24 talsins af mismunandi stærð. Stærstu húsin eru 40 m², rúmgóð og mjög vel útbúin og geta tekið allt að sex manns í gistingu.  40 m² húsin eru 5 talsins. Verðið er 16.500 krónur yfir sumarmánuðina en 12.000 krónur frá 1. október. Miðstærð af húsum eru 20 m² og geta þau tekið allt að sex manns í gistingu. 20 m² húsin eru 10 talsins. Verðið er 12.500 krónur yfir sumarmánuðina en 8.000 krónur frá 1. október.  Minnstu húsin eru 15 m² og geta tekið allt að fimm manns í gistingu. 15 m² húsin eru 9 talsins og er verð þeirra 11.000 krónur yfir sumarmánuðina en  7.000 krónur frá 1. október.
http://www.hellisholar.is/Default.asp?Page=254

Laila segir að mikið sé lagt upp úr því að hafa tjaldaðstöðuna á Hellishólum fyrsta flokks.  Ný og glæsileg snyrtiaðstaða fyrir gesti hefur verið tekin í notkun og er hún er með sturtum, heitum pottum, þvottavél og þurrkara. Á tjaldsvæðinu er stórt leiksvæði fyrir börnin með trampolíni, rólum og köstulum með rennibrautum. Einnig er hægt að spila fótbolta á grasinu við hliðina á leikvellinum, eitt mark er á staðnum. Rafmagnstengi er fyrir fellishýsi, hjólhýsi og húsbýla. Til að tengja í rafmagn þarf tengi skv. evrópskum stöðlum.

Veitingaskáli fyrir 180 manns
Á Hellishólum er glæsilegur veitingasalur sem nýlega hefur verið stækkaður og tekur hann nú allt að 180 manns í sæti. Salurinn hentar vel fyrir allskyns samkomur eins og fermingar-, afmælis- og brúðkaupsveislur sem og vinnuferðir, fundarhöld, óvissuferðir, ættarmót ofl. Hópar geta pantað veitingar hjá Veisluþjónustunni á Hellishólum og fengið afnot af salnum, en ekki er hægt að leigja salinn án veitinga. Einnig er hægt að panta veitingar og koma kokkarnir frá Hellishólum á staðinn með allt sem þarfnast í veisluna, allt frá litlum fundarbökkum upp í stórar og glæsilegar veislur. Yfirkokkur Hellishóla er Birgir Þór Júlíusson matreiðslumaður. Birgir hefur áratuga reynslu af matreiðslugerð og bakstri. Hann hefur starfað víða hérlendis og erlendis. Birgir var yfirkokkur á Hótel Kea í nokkur ár, hefur rekið veisluþjónustu í Reykjavík og séð um veitingar fyrir fjölmiðlafyrirtækið 365.

http://www.hellisholar.is/Default.asp?Page=263

http://www.hellisholar.is/Default.asp?Page=245

Breskur golfkennari
Á Hellishólum er glæsilegur 9 holu golfvöllur sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum. Þverárvöllur er krefjandi og skemmtilegur, umkringdur glæsilegri náttúru. Golfklúbburinn Þverá er með starfsemi sína á Þverárvelli. Klúbburinn er aðili að Golfsambandi Íslands.

Golfskólinn á Hellishólum hefur verið starfsræktur frá árinu 2005. Skólinn býður uppá sérstök kvenna-, hjóna- og almenningsnámskeið. Námskeiðin eru haldin í nokkra daga í senn, innifalið er golfkennsla, golfhringir, fullt fæði, gisting og kvöldvökur á meðan á dvölinni stendur. Golfkennslan er fyrsta flokks kennd af afbragðs golfkennurum, erlendum og innlendum. Skólinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Sumarið 2008 verða í boði tvö námskeið og er hvert þeirra í þrjá daga í senn. Breski PGA golfkennarinn Denise Hastings mun kenna í golfskólanum á Hellishólum í sumar en hann er heimsklassakennari og  tekur vel á byrjendum sem lengra komnum.

Saga Hellishóla
Hellishólar voru byggðir árið 1952 og var hefðibundinn búskapur á jörðinni til ársins 2000. Á árinu 2000 ákváðu hjónin sem búið höfðu og starfað á bænum frá árinu 1990, að hverfa frá hefðbundnum rekstri búskapar og fara í rekstur ferðaþjónustu. Ákveðið var að gera jörðina að ferðaþjónustubýli með fjölbreytta aðstöðu og þjónustu og var allur bústofn og framleiðsluréttur jarðarinnar seldur. Á fyrri hluta ársins 2001 hófst uppbygging á aðstöðu fyrir ferðaþjónustu.

Í lok árs 2004 keyptu hjónin Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson jörðina af Byggðastofnun sem þá hafði nýlega eignast hana. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar eftir að þau tóku við rekstri Hellishóla. Laila segir að starfsfólk Hellishóla hefur það að aðalmarkmiði að öllum líði vel á meðan að dvölinni stendur og þau hafi því ávallt augun opin hvernig hægt sé að gera staðinn að einni mestu paradís á Íslandi

Hægt er að ná í eftirfarandi starfsmenn í síma: 487-8360 eða senda email: hellisholar@hellisholar.is

Laila Ingvarsdóttir: Framkvæmdastjóri  Erla Víðisdóttir: Fjármála- og markaðsstjóri  Birgir Þór Júlíusson: Matreiðslumaður


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga