Greinasafni: Veitingar
Heimagerðar veitingar og handgert leirtau
Eldstó Café & Hús leirkerasmiðsins er heimilislegt kaffihús á Hvolsvelli þar sem allt er fullt af fallegum munum sem unnir eru á staðnum og þar er hægt að upplifa íslenska fegurð í umhverfinu eins oghún gerist best. Eldstó er rekin af hjónunum Þór Sveinssyni leirkerasmið, sem var til margra ára hönnuður hjá Glit, og G.Helgu Ingadóttur, söngkonu og leirlistarkonu. Þau hafa starfrækt Eldstó frá því árið 1999 og vakið athygli fyrir vandaða og sérstaka framleiðslu á nytjalist.

Þór handrennir hlutina og hannar formið á þeim, ásamt því að setja glerunginn á, en G.Helga kemur að hönnun með endanlegt útlit hluta framleiðslunnar þar sem hún handmálar munina og eða blandar og býr til glerungana sem fara á þá, en þeir eru unnir úr íslenskum jarðefnum. Eldfjallaglerungar er verkefni sem þau Þór og G. Helga hafa unnið að í samstarfi við Bjarnheiði Jóhannsdóttur atvinnuráðgjafa, en hún er með MA gráðu frá Ungverska listiðnaðarháskólanum með sérhæfingu í efnafræði glerunga. Notaður er Hekluvikur og Búðardalsleir í glerungana. G.Helga hefur einnig verið að þróa hjá sér nýja hönnun, sem eru módelsmíðaðir skartgripir og notast hún þá við gler, postulín, silfur, leður og fleira. Allar veitingar á Eldtó Café eru bornar fram í handgerðu leirtaui þeirra hjónanna Þórs og G.Helgu. Boðið er upp á Íslenska kjötsúpu og brauð, heimagerðar og ljúffengar kökur ásamt kaffi te og súkkulaði frá Te&Kaffi. Eldstó heldur úti heimasíðu, slóðin er www.eldsto.is og síminn er 482 1011.

 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga