Uppstoppaðir hanar
Uppstoppaðir hanar og aðrar stífar skepnur verða helsta söluvara verslunar, Uppstoppuðu búðarinnar, sem opnar í Ásgarði á Hvolsvelli í sumar.

Bjarni Sigurðsson hefur um nokkurra ára skeið rekið Hanasetrið að Torfastöðum í Fljótshlíð ásamt Bjarna Bjarnasyni, Þuríði Aradóttur og Sigríði Þorsteinsdóttur en á Hanasetrinu hafa lifandi og uppstoppaðir hanar af íslensku landsnámshænsnakyni verið til sýnis. „Nýlega tókum við svo yfir gamla gistihúsið og skólastjórabústaðinn Ásgarð á Hvolsvelli auk níu smáhýsa sem eru þar í kring. Þau leigjum við út en erum einnig með gistingu í svefnpokaplássi og uppábúnum rúmum, segir Bjarni Sigurðsson.

Í sumar bætist svo Uppstoppaða búðin við reksturinn á Hvolsvelli. „Þar munum við selja allt sem má selja af uppstoppuðum skepnum en auðvitað eru ekki friðaðir fuglar eða önnur friðuð dýr þar á meðal.“ Bjarni hefur áður selt uppstoppaða hana á Hanasetrinu og segir fáa hafa haft trú á uppátækinu þegar sá rekstur hófst fyrir nokkrum árum.

Á Torfastöðum eru einnig seld lífrænt ræktuð landnámshænuegg og andaregg auk þess sem þar er rekin hestaleiga.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga