Greinasafni: Hótel og gisting
Farfuglaheimili í torfbæ

Farfuglaheimilið Fljótsdalur í Fljótshlíð er sérstætt fyrir þær sakir að húsið er byggt úr torfi í hefðbundnum íslenskum stíl og þannig komast gestir í náin tengsl við íslenska fortíð. Samtals eru 15 rúm á heimilinu og er verðið frá 1.400 krónum fyrir hvert rúm. Á nútímamælikvarða má ef til vill segja að heimilið sé lítið og frumstætt, en náttúrufegurðin vegur það upp því þaðan má njóta einstaks útsýnis til Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.
Farfuglaheimilið er 27 kílómetra frá Hvolsvelli og eru gestir minntir á að taka með sér mat því á Hvolsvelli er næsta verslun. Á farfuglaheimilinu er eldhús fyrir gesti og hægt er að fá leigð sængurföt. Þá er gott safn bóka á heimilinu á ensku um Ísland. Þeir sem ætla yfir Markarfljót eru minntir á að þar er aðeins fært um brýr.

Í nágrenni við heimilið eru mjög fjölbreyttar gönguleiðir: Fljótsdalur á Tindafjallajökul, sem er um það bil. níu stunda gangur upp í móti, Fljótsdalur á Þórólfsfell, sem er um. þriggja stunda gangur og Fljótsdalur á Einhyrningsflatir, sem er um það bil átta stunda gangur og er farið yfir Gilsá á vaði. Gönguleiðin frá Fljótsdal að Markarfljótsgljúfri er tveggja daga ferð. Frekari upplýsingar um gönguleiðirnar má fá á farfuglaheimilinu.

Farfuglaheimilið Fljótsdalur
Fljótshlíð
861 - Hvolsvöllur
Tel: 487 8498 - 487 8497
fljotsdalur@hostel.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga