Greinasafni: Veitingar
Fjölbreytt þjónusta hjá Kaffi Langbrók

Kaffi Langbrók er í Fljótshlíðinni, um það bil 10 km. frá Hvolsvelli, við þjóðveg nr. 261. Þar er boðið upp á kaffi og heimabakað bakkelsi auk þess staðurinn er með fullt vínveitingaleyfi. Einnig er boðið upp á kvöldmat fyrir hópa sem panta með fyrirvara og oft skapast skemmtileg pöbbastemming á kvöldin, en hljóðfæri eru á staðnum sem fólk getur gripið í. Sjónvarp er á Kaffi Langbrók svo og nettengd tölva sem fólk getur leigt sér aðgang að.
Ágætt tjaldsvæði er umhverfis húsið með salernisaðstöðu, heitu og köldu vatni, útivöskum og sturtu. Rafmagn fyrir húsbíla er einnig til staðar. Frá Kaffi Langbrók er hægt að keyra í allar áttir stuttar dagsferðir, t.d. Fjallabak, Emstrur, undir Eyjafjöll eða hoppa yfir til Vestmannaeyja. Einnig er bara hægt að slappa af á staðnum og njóta náttúrufegurðarinnar í Fljótshlíðinni. 

Á sumrin er boðið upp á léttar ævintýragönguferðir fyrir hópa. Allar nánari upplýsingar fást með fyrirspurn á tölvupóstfanginu langbrok@isl.is.  Í nágrenninu er góð bændagisting, hestaleiga, lax-og silungsveiði, gönguleiðir og nýr níu holu golfvöllur er í göngufæri. Alla þjónustu er hægt að fá á Hvolsvelli, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, svo sem verslun, banka, snyrtistofu, pizzastað, söfn, verkstæði, sundlaug og bókasafn svo eitthvað sé nefnt. 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga