Áning Tjaldstæði

Gróðursælt tjaldstæði beintengt við náttúruna

Þegar farið er upp í Landssveit og framhjá Skarði er tjaldstæði Áningar, sem býður ágæta aðstöðu: salerni, heitt/kalt vatn, grillaðstaða, rafmang og gott rými fyrir hvert fellihýsi/tjald.

Ég kem að máli við Kristján Árnason sem hefur á veg og vanda að uppbyggingu svæðisins. Hann hefur lagt áherslu á að hvert svæði sé rúmgott og að það sé gróður sem aðgreinir svæðin, fyrir vikið verður heildar svipmótið gróðursælt og það býður uppá að vera útaf fyrir sig, enda mikið um rjóður.

Tjaldstæðið er í mjög fallegu og sérstöku landslagi og nálægðin við Heklu vekur upp tilfinningu fyrir óbyggðum, enda stutt að fara inn á svæði sem ekki eru í alfaraleið. Gróðurinn stuðlar svo að veðursæld og kyrrð.

Hekluferðir bjóða upp á ferðir að Heklu og nágreni. Allar nánari upplýsingar og pantanir  í síma 487 6611; GSM 659 0905; tölvupóstur er hekluferdir@internet.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga