Greinasafni: Veitingar
Allt frá pylsum upp í nautasteikurÍ Víkurskála eru fjölbreyttar veitingar og óviðjafnanlegt útsýni

Í Vík í Mýrdal rekur fyrirtækið E. Guðmundsson Víkurskál og á Kirkjubæjarklaustri Skaftárskála. Báðir skálarnir eru eru N1 stöðvar, en E. Guðmundsson sér einnig um rekstur á Hótel Vík í Mýrdal, sem hefur tuttugu og eitt herbergi, auk fimm sumarhúsa. Hótelið er rekið undir merkjum Eddu og er Eddu plús hótel.

Forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurður Elíasson sem segir að í skálunum sé boðið upp á alla almenna þjónustu. „Fyrir þá sem eru á hraðferð eru hér ís og pylsur og hraðbúð með hreinlætis- og snyrtivörum, grillkolum, gosdrykkjum, súkkulaði og slíku. Hér fyrir innan erum við svo með grill, eða hamborgarastað, þar sem boðið er upp á hamborgara og djúpsteiktan fisk. Svo er það eiginlega gullmolinn okkar, Ströndin, syðsti hlutinn í skálanum hér í Vík. Þetta er bistrobar/ veitingastaður þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum og fá sér virkilega gott kaffi og tertusneiðar, eða valið af matseðli alls kyns rétti. Í þessum sal er stórfenglegt útsýni yfir ströndina okkar, Reynisdranga og þorpið. Útsýni er til suðurs og vesturs og hefur ákaflega fallegan sjóndeildarhring. Það er virkilega tilkomumikið að sitja þar þegar brim er mikið.

Hótelið er Edduhótel, eins og ég sagði. Edda plús sem þýðir hæsta standard í Eddunni. Öll herbergi eru með baði og sturtu, sjónvarpi og síma og þarna er morgunverðarsalur, en allar aðrar veitingar tengdar hótelinu eru bornar fram á Ströndinni. Á hótelinu er ekki bar, en léttvínsleyfi. Á kvöldin geta gestir okkar sest niður í morgunverðarsalnum og fengið sér kaffi og það nýta erlendir gestir sér mikið. Sitja heilu kvöldin yfir kaffibolla og skrifa póstkort.“

Sigurður segir að mun fleiri útlendingar en Íslendingar gisti í Hótel Vík. „Hins vegar nota Íslendingar dálítið sumarhúsin. Í þeim eru tvö tveggja manna herbergi. Þar er sérbað og sturta fyrir hvort herbergi og sjónvarp. Þar er ekki eldhús, heldur er þetta hugsað sem hús til dvalar eina nótt, rétt eins og hótelherbergin.“

Víkurskáli
487 1230; Fax: 487 1418;
elias@vikurskali.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga