Greinasafni: Hótel og gisting
Ferðaþjónustan Völlum

Hestamaður í viku án þess að eiga hest!

 
Að Völlum undir Mýrdalsjökli upp við Pétursey hafa Sigurbjörg Gyða Tracey og Einar Einarsson komið upp ferðaþjónustu með megináherslu á hestamennsku. – “Ég fékk hugmyndina þegar fjölskylda, hjón með unglingsstúlku hafði verið hjá okkur í þriggja daga hestaferð, en þetta var fermingar gjöf fjölskyldunnar til stúlkunnar. Þau voru svo ánægð eftir þessa þrjá daga að næsta sumar voru þau öll búin að eignast hest og fullgildir hestamenn og eru það enn (þetta var árið 1998)”.

Í dag hefur starfsemin þróast þannig að í sumar verður fjölgað um 20 gistirúm í nýjum gisti- og veitingaskála, en þegar það bætist við tvö sumarhús sem eru fyrir, verður mögulegt að taka á móti hópum í hestaferðir, sem alltaf var draumurinn.

Fyrirkomulagið er þannig að þú getur pantað hestaferð sem getur verið 1-5 dagar og er þá allt innifalið. Þetta er upplagt fyrir vinahópa, vinnustaði, félög, stjórnir o.s.frv.. Algeng hópstærð er á bilinu 5-10 manns. Allar nánari upplýsingar er að finna á slóðinni http://www.islandia.is/f-vellir/default.html Þegar rætt var um fyrirkomulagið vildi Sigurbjörg endilega bæta við að það sé opið allt árið og þá er einnig boðið uppá hestaferðir, sem eru mjög spennandi og “sjarmerandi” (heillandi) á þeim árstíma.
                                                                                                                                 Umhverfið þarna undir Mýrdalsjökli er hreint óborganlegt, göngu- og reiðleiðirnar eru til allra átta. Þú getur farið eftir svartri ströndinni og verið í eigin heimi, eða farið upp í gilin sem eru allt um kring, en þar er nálægðin við jökulinn kynngimögnuð. Norðurljós og litabrigði jökulsins eru endalaus í fjölbreytni sinni. Það sakar ekki að geta þess að álfa byggðir eru þarna víða, en ein tilkomumesta kirkja þeirra stendur við hlið Péturseyjar og eru margar sögur til um þann stað.

Ferðaþjónustan Vellir
Vellir, 871 vík
4871312  849920
f-vellir@islandia.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga