Greinasafni: Hótel og gisting
Hótel Höfðabrekka- vinalegt sveitahótel nærri Vík
Hótel Höfðabrekka er skemmtilegt og vinalegt sveitahótel sem stendur við þjóðveginn, um 5 km austan við Vík í Mýrdal. Hótelið, sem nýtur sín vel í ægifögru umhverfi Víkur, býður upp á 62 vel útbúin tveggja manna herbergi með baði og sjónvarpi.

Á Hótel Höfðabrekku er 120 manna veitingastaður þar sem boðið er uppá morgunverð fyrir gesti og kvöldverðarhlaðborð yfir sumartímann. Við hótelið eru svo heitir pottar þar sem notalegt er að slaka á eftir góðan dag og njóta sveitakyrrðarinnar.

Ýmsa afþreyingu er að finna í næsta nágrenni við Hótel Höfðabrekku. Þar á meðal eru snjó- og hundasleðaferðir á Mýrdalsjökli, siglingar við Dyrhólaey og golfvöllur í Vík. Hægt er að njóta landslagsins og sveitasælunnar með göngutúrum um svæðið og er t.d. afar skemmtilegur hellir, Skipahellir, í hömrunum austur af bænum. Þá er fuglalíf afar fjölskrúðugt á svæðinu, í hömrum og á söndum við sjóinn.

Höfðabrekku ● 871 Vík ● Sími 487-1208
hotel@hofdabrekka.is
www.hofdabrekka.is
Sjá myndband hér


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga