Greinasafni: Ferðaþjónusta
Óþrjótandi möguleikar fyrir náttúruunnendur á Hunkubökkum
 

Á Hunkubökkum á Síðu hefur verið rekin ferðaþjónusta óslitið síðan 1974. Núverandi eigendur eru Pálmi Hreinn Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir. Á jörðinni er stunduð ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur.

Ferðaþjónustan býður upp á gistingu í smáhýsum sem eru tveggja eininga hús með eldunaraðstöðu í flestum herbergjum. Einnig eru 3 herbergi án baðs í þjónustuhúsinu. Þar er einnig boðið upp á morgunverðarhlaðborð og hægt að fá þar kvöldverð eftir pöntun. Í þjónustuhúsi er tveir matsalir sem rúma 40–50 manns í mat.

Veitingaaðstaða með bar er til staðar á bænum í þjónustuhúsi sem tekur 40 til 50 manns í sæti. Þar er borinn fram morgunverður og kvöldverður fyrir gesti eftir pöntun.

Óþrjótandi möguleikar eru fyrir náttúruunnendur að sjá eitthvað nýtt í nágrenni Hunkubakka, enda andstæður miklar í náttúrunni. Mikið er um athyglisverðar gönguleiðir í grenndinni og fallegt útsýni, auk þess sem mikið fuglalíf er á svæðinu. Hunkubakkar eru einn kílómetra frá þjóðvegi 1 á leiðinni að Lakagígum. Af áhugaverðum stöðum í nágrenninu má nefna Systrastapa, Systravatn, Kirkjugólf, Núpstað, Jökulsárlón, Landsbrotshóla, Fjarðarárgljúfur, Dverghamra og Núpsstaðaskóg. Systrastapi og Systravatn eru þekktar söguslóðir og nú hefur bæst við nýr áfangastaður því nýlega fannst stór og áður óþekktur hraunhellir skammt frá Klaustri sem fróðlegt er að kanna. Í Fjaðrárgljúfur eru 2 km, að Fagrafossi 20 km, í Lakagíga 44 km, í þjóðgarðinn í Skaftafelli eru 78 km, að Skálafellsjökli 150 km og í Eldgjá eru 67 km. Daglegar rútuferðir með Kynnisferðum eru á þessa staði á sumrin.

Fjarðarárglúfur

FERÐAÞJÓNUSTAN HUNKUBÖKKUM
880 Kirkjubæjarklaustri
tel : 487 4681 | mobile: 865 2652
www.hunkubakkar.is  hunku@simnet.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga