Hægt að baða sig í fossi
 Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg um 2.5 km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldssvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðvirðisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að baða sig og fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð og beint á móti tjaldsvæðinu er fótboltavöllur. Það kostar 500 kr. nóttin pr.mann en ekkert fyrir börn yngri en 13 ára.

Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágrenni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða. Þar má til dæmis nefna Kirkjugólfið sem er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug

Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, á veitingastaði, og í sund svo eitthvað sér nefnt. Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágrenni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða. Þar má til dæmis nefna Kirkjugólfið sem er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. Þarna hefur aldrei staðið kirkja en það er engu líkara en að flöturinn hafi verið lagður af manna völdum. Þekktasta gönguleiðin er hin svokallaða Ástarbraut sem liggur frá Systrafossi yfir Klaustuheiði, þar sem vel sést yfir Kirkjubæjarklaustur, og að Kirkjugólfinu. Þetta er um það bil klukkutíma ganga.

Fyrir þá sem gista á tjaldsvæðinu er einnig gaman að skoða Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri sem var vígð árið 1974 og byggð í minningu sr. Jóns Steingrímssonar en hann söng hina frægu Eldmessu þann 20.júlí 1783 í kirkjunni á Klaustri. Sögur herma að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsagan segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra sem áttu að hafa verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Klifurfært fólk kemst upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga