Greinasafni: Hótel og gisting
Breyting á lífsstíl
  Við leggjum áherslu á lífsstílsbreytingar hjá fólki með áherslu á útivist, hreyfingu og breytt mataræði, segir Eva Björk Harðardóttir hótelstýra Hótels Laka. 
Hótel Laki, sem er staðsett um 5 km. suður af Kirkjubæjarklaustri, er nú í mikilli uppbyggingu. Verið er að leggja lokahönd á splunkuný 24 herbergi en nýlega voru tekin í notkun 16 ný herbergi, matsalur og bar. Jafnframt er verið að hanna og fjármagna heilsulind sem verður í 400 fm. rými. Í heilsulindinni verða meðferðarherbergi, heilsuböð, sauna, gufa, heitir pottar og aðstaða fyrir nuddara og snyrtifræðinga.

,,Við reynum að dekra við fólk á alla lund og veita því ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla. Í bland við staðarmenningu okkar getur fólk fengið fræðslu og tekið þátt í margvíðslegum mannbætandi námsskeiðum sem styrkja bæði líkama og sál, fengið aðstoð við að breyta um lífsstíl og vinna bug á hinum ýmsu kvillum. Þá er hægt að komast í veiði, fara í golf, blak og stafgöngu svo dæmi séu tekin. Síðan er upplagt að slappa af í heita pottinum.

Frá Hótel Laka er gott útsýni til jökla. Við blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull. ,,Þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað á óendanleika himins og hafs, segir Eva Björk.

Hótel Laki er heilsárshótel. Nú eru 40 herbergi og 15 smáhýsi í notkun á hótelinu. Nánast er fullbókað í sumar. Tveggja manna herbergi með morgunmat kostar 14.500 kr en smáhýsin eru á 11.500 með morgunmat. ,,Hjá okkur getur fólk valið um það hvort það gistir á hótelinu eða í smáhýsunum. Ráðgjöf er í boði hjá helstu sérfræðingum á sviði andlegrar og líkamlegrar heilsu. Á skrá hjá okkur eru 20 sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í óhefðbundnum lækningum. Hjá okkur er upplagt að upplifa kyrrð sveitarinnar, náttlausar sumarnætur eða vetrarmyrkur og norðurljós.

Hótel Laki er í útjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs sem er orðin að veruleika og er alltaf að stækka. Við teljum að þetta svæði sé vaxandi í ferðaþjónustu, segir Eva Björk sem rekur hótelið ásamt fjölskyldu sinni. ,,Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Við það starfa auk mín, maðurinn minn og foreldrar mínir. Systir mín sem er meistari í nuddi mun einnig starfa við hótelið og maðurinn hennar.

Hótel Laki
Efri vík
880 Kirkjubæjarklaustur
Sími:  487 4694 - 487 4894 
efrivik@simnet.is  www.hotellaki.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga