Greinasafni: Veitingar
Notalegt kaffihús á Klaustri
Systrakaffi er notalegt fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri sem var stofnað árið 2001. Eigendur þess eru Guðmundur Vignir Steinsson og Sigurður Elías Guðmundsson. Systrakaffi er kaffihús, veitingastaður og bar og þar er fjölbreyttur matseðilll, vínseðill og kaffiseðill. Meðal annars er boðið upp á pizzur, hamborgara, lamb, Klaustursbleikju, ýmsa smárétti, salöt, súpur og fleira. Einnig er boðið upp á ýmis konar kaffi og kökur.

Staðurinn tekur um 55 manns í sæti. Systrakaffi er opið yfir sumartímann, þ.e. frá maí og fram í september, frá 11-23 virka daga og 11-02 um helgar. Yfir vetrartímann er opið eina helgi í mánuði. Yfir sumarið er af og til lifandi tónlist um helgar.

Frá Systrakaffi er stutt að ganga upp á Systrastapa og upp með Systrafossi. Á fjallinu fyrir ofan bæinn er mikið og fallegt vatn, Systravatn, sem hefur að geyma merkilega sögu. Hressandi göngu má svo ljúka með kaffi og tertusneið á Systrakaffi.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga