Vinsælt tjaldsvæði á Kirrkjubæ II
Á Kirkjubæjarklaustri er að finna sérstaklega snyrtilegt tjaldsvæði með góðri hrenilætisaðstöðu. Þar er um að ræða tjaldsvæðið Kirkjubæ II og er boðið upp á tvö þjónustuhús á svæðinu, við hlið hvors annars. Í þeim er góð hreinlætisaðstaða, 10 salerni, fimm sturtur auk wc og sturtu fyrir hreyfihamlað fólk. Úti og innivaskar með heitu og köldu vatni, þvottavél og þurrkara Auk þess eru útisnúrur/þurrkhús, nokkur kolagrill, þá er einnig húsbílatæming, aðstaða til að tæma ferðasalerni og aðgangur að rafmagni fyrir nokkra bíla. Vatn er eingöngu í og við þjónustuhúsið. Tvær rólur og sandkassi ásamt einu gormatæki eru á svæðinu. Svæðið er vaktað allan sólarhringinn, og leggja eigendur metnað sinn í að láta gestum sínum líða sem best á allan hátt.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga