Greinasafni: Ferðaþjónusta
Milljónir fugla og stórbrotið land í stöðugri mótun
Viking Tours í Vestmannaeyjum bjóða upp á ógleymanlegar siglingar um eyjarnar og leiðsögn um Heimaey sem er stöðugt í mótun 

Vestmannaeyjar eru án efa einn af fallegustu og stórbrotnustu stöðum á Íslandi og víst er að það er ógleymanleg reynsla að eyða nokkrum dögum af sumarfríinu í heimsókn þangað. Fyrir utan það líf og fjör sem einkennir heimann, er þar ótrúlega margt að sjá og skoða og til að fá sem mest út úr heimsóknni liggur beinast við að hafa samband við Viking Tours sem býður upp á siglingar um eyjarnar, sem og rútuferðir um Heimaey.

Eigandi Viking Tours er Sigurmundur Einarsson, alltaf kallaður Simmi, og þegar hann er spurður hvenær sumarvertíðin hefjist hjá Eyjamönnum, segir hann hana löngu byrjaða. „Hún byrjaði í rauninni í mars, þegar við fengum breska skólahópa í heimsókn. Þetta er orðinn árviss viðburður sem hefur lengt tímabilið hjá okkur. Núina í maí höfum við svo verið með íslenska skólahópa. Þetta eru krakkar úr 10. bekk, útskriftarnemar úr grunnskólum, sem koma alls staðar að af landinu.“

Sumarvertíðin alltaf að lengjast
Sumarvertíðin sem hefst í mars hjá Viking Tours stendur fram í október. Upphaflega bauð fyrirtækið aðeins upp á bátsferðir, en árið 2002 var bætt við sex rútum, ári seinna opnaði fyrirtækið kaffihús, Kaffi Kró  sem er að auki upplýsingamiðstöð og 2006 var svo bætt við veitingahúsi. Það má því segja að starfsemin sé stöðugt að bólgna.
Þegar Simmi er spurður hvers vegna Viking Tours hafi bætt öllum þessum rútum við fyrirtækið, segir hann ástæðuna vera þá að til Vestmannaeyja komi mikið af farþegaskipum á hverju sumri. Í sumar eigum við von á nítján skipum og það er nú einu sinni þannig að þegar ferðamenn eru komnir hingað, þá vilja þeir fá eins mikið út úr heimsókninni og hægt er. Við bjóðum upp á um 220 sæti í rútum og förum með fólk í þriggja tíma ferðir um nýja hraunið og eldfjallið, Stórhöfða, og Herjólfsdal og auðvitað sýnum við alltaf sprang í lok ferðarinnar. Við erum vel í stakk búin til að taka á móti ferðamönnum sem koma með skipum því við getum boðið upp á leiðsögn á ensku, Norðurlandamálunum og þýsku þegar á þarf að halda. Allir okkar leiðsögumenn eru fólk sem þekkir söguna og staðhætti vel.“

Bátsferð og tónleikar í helli
Bátsferð með Viking Tours hlýtur þó að teljast toppurinn á heimsókn til Vestmannaeyja. Þar er Simmi sjálfur skipstjóri og leiðsögumaður og ferð með honum gleymist seint. Blanda farþega sem taka sér ferð á hendur með honum er líka oft einkar skemmtileg. Þar er ekki aðeins að finna ólík þjóðerni, heldur er alltaf vænn hópur fuglaskoðara, jarðfræðiáhugafólks og náttúru-unnenda sem sjá hlutina ferskari augum en við sem höfum þetta stórbrotna land fyrir augum alla ævi. Það er ekki laust við að maður öðlist nýja sýn á þau undur sem maður fram að þessu taldi sjálfsögð, jafnvel hversdagsleg. En hvað telur Sigurmundur að geri sjóferðir hans eins merkilegar og raun ber vitni?

Við erum með þrjátíu prósent af lundastofni heimsins í Vestmannaeyjum. Það eru um tíu milljónir sjófugla hér í Eyjum og hægt að dunda sér lengi við að fylgjast með þeim. 
Við höfum bætt einni ferð í viku út í Surtsey. Í þá ferð förum við eftir klukkan 17.00 á föstudögum og skoðum fjórtán eyjar. Surtseyjarferðirnar esar ferðir taka fjóra tíma og eru strax orðnar mjög vinsælar. Við siglum í kringum eyjuna og segjum frá henni  en það er alveg bannað að fara þar í land.Ef veðrið er fallegt siglum við síðan inn að Súlnaskeri þar sem er næststærsta súlnabyggð í heimi, næst á eftir Eldey.“

Surtseyjarferðir og veitingahús fyrir sælkera
Simmi segir Íslendinga sem komi í Surtseyjarferðirnar jafn áhugasamir um fuglalíf og útlendingar  sem eru mjög áhugasamir. „Hingað kemur mikið af Bretum og við fáum mikið af gestum frá háskólum víða um heim. Jarðfræðin er mjög sérstök hér og við höfum farið í sérstakar jarðfræðiferðir líka. Heimaey er enn í mótun eftir gosið og Surtsey er stöðugt að breytast. Hraunið þar hefur minnkað um 200 metra á seinustu árum, var 2.8 ferkílómetrar í lok gossins, 1967 en er í dag 1.2 ferkílómetr. Það er rosalegt landbrot. Það er þó ekki talið að hún fari niður fyrir 0.7 ferkílómetra. Þetta er svipuð þróun og á hinum eyjunum hér í kring. Surtseyjargosið var týpískt Vestmannaeyjagos. Það er talið að allar eyjarnar hér hafi orðið til eins og Surtsey.“

Hvað veitingahúsið varðar, segir Simmi þar boðið upp á dæmigerða skyndibitarétti, ásamt kínaréttum en auk þess sé allur almennur matur í boði, til dæmis „þjóðarréttir okkar hér í Eyjum; humar og lundi og súla og svartfugl. Þegar við erum með opið bjóðum við upp á þessa rétti. Veitingahúsið er að sjálfsögðu opið allt sumarið en á veturna er okað nema fyrir hópa. Og að sjálfsögðu hefur Kaffi Kró nú þegar verið opnað fyrir sumartraffíkina. En þar eru ekki bara hádegis- og kvöldverðarrétti til sölu, heldur er alltaf hægt að fá eitthvað gott með kaffinu. Í boði eru alltaf býbakaðar mömmutertur og kökur, kleinur og vöfflur.

Goslokahátíðin flottasta hátíðin
Eyjamenn kunna öðrum Íslendingum betur að gera sér glaðan dag, eins og sannast hefur en þegar talið berst að hinni annáluðu Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina, segir Sigurmundur það alls ekki bestu hátíðina í bænum. Flottasta hátíðin hér í Eyjum er goslokahátíðin sem haldin er á fimm ára fresti og ég get fullyrt að í ár verði hún ennþá betri og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr, vegna þess að við nú eru 35 ár liðin frá goslokum. Það eru fáir aðrir en Vestmannaeyingar búnir að uppgötva þessa hátíð  en á hana mæta fjölmargir brottfluttir Vestmannaeyingar, eiginlega mun fleiri en mæta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þá er mikið stuð hér um allan bæ. Við störtum hátíðinni á Kaffi Kró á fimmtudagskvöldið fyrir goslok. Þá verða hérna hjá okkur Eyjamenn a ð spila skemmtileg Eyjalög. Við höfðum opið í fyrra og buðum þeim sem gengu framhjá að koma inn að spila. Það voru um hundrað inni í húsi og þrjú hundruð fyrir utan  og allir sungu með sínu nefi.“

Simmi segir traffíkina í Eyjum mjög mikla á sumrin og hún sé sífellt að aukast. Íslendingum finnst rosalega gaman að koma á Kaffi Kró,“ segir hann, „því hér er mikið af útlendingum á öllum tímum. Hér er alltaf verið að tala býsna mörg tungumál og það skapast mjög alþjóðlegt umhverfi.“

Undir þetta er hægt að taka heilshugar. Heimsókn til Vestmannaeyja og Viking Tours er, eins og fyrr segir, nokkuð ógleymanleg og hægt að kynna sér allt sem í boði er hjá fyrirtækinu á heimasíðunni www.vikingtours.is
VIKING Tours - Suðurgerði 4 - 900 Vestmannaeyjum -
phone +354 488 4 884 -
viking@vikingtours.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga