Ljósið í djúpinu - Örlagasaga. Eftir Reynir Traustason

Saga Rögnu Aðalsteinsdóttur bónda á Laugabóli við Djúp lætur engan mann ósnortinn. Ragna elst upp við misjöfn kjör í Inndjúpinu á fyrri hluta 20. aldar og þarf á barnsaldri að sjá á eftir móður sinni og systur.

Hér er sögð einstök saga sterkrar og sjálfstæðrar konu sem upplifir meiri sorgir en lagðar eru á flest fólk. Náttúruhamfarir á Vestfjörðum taka tvö börn hennar og barnabarn. Þrátt fyrir þung áföll býr Ragna yfir einstökum krafti sem samferðafólk hennar hefur notið góðs af, ekki síst þeir sem átt hafa undir högg að sækja í lífinu.

Bakgrunnur þessarar örlagasögu eru miklar þjóðfélags- og þjóðlífsbreytingar síðustu aldar, en í forgrunninum stendur ótrúleg kona sem á stundum virðist hafa samband við aðra heima. Ragna Aðalsteinsdóttir er kvenskörungur í bestu merkingu þess orðs.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga