GK-Gluggar - Vaxandi fyrirtæki
Hallgrímur Óskarsson,
framkvæmdastjóri
Gyða Árný Helgadóttir
fjármálastjóri

Fyrirtækið GK-GLUGGAR  ( www.gkgluggar.isgkgluggar@gkgluggar.is ) var stofnað í nóvember árið 2001. Í fyrstu voru aðeins þrír til fjórir starfsmenn en eru nú fjórtán. Nú er starfsemi fyrirtækisins í nýju og glæsilegu húsnæði að Völuteig 21, 270 Mosfellsbæ. Í samtli við Gyðu Árnýju Helgadóttur, fjármálastjóra (gyda@gkgluggar.is) og Hallgrím Óskarsson, framkvædastjóra (halli@gkgluggar.is) kom fram að fyrirtækið leggur áherslu á framleiðslu útihurða ( þar með taldar bílskúrshurðir ) og glugga í einu fullkomnasta trésmíðaverkstæði landsins og hefur víðtæka reynslu jafnt af nýsmíði sem og viðgerðum. Notaðir eru viðurkenndir íslenskir staðlar hjá fyrirtækinu við smíði bæði hurða og glugga til þess að tryggja gæði framleiðslunnar.

Fyrirtækið leggur sig fram um að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu og er t.d. gegn vægu gjaldi mögulegt að fá mann frá fyrirtækinu til þess að mæla fyrir gluggum og hurðum og veita ráðgjöf um bestu lausn. Þá er, hafi viðskiptavinurinn áhuga, eðlilegt að gerð sé kostnaðar- og verkáætlun.

Notaðir eru Qlon-þéttilistar í opnanleg fög glugganna frá fyrirtækinu, sem tryggja þétta glugga og þægilega lokun. Þá er hægt að fá tveggja punkta ASSA lokunarbúnað. Með þessum búnaði er mögulegt að festa opnanlega fagið þó að rifa sé á glugganum. Ekki er þörf á krækjum og stormjárnum ef notaðar eru tveggja punkta ASSA skrár. Í opnanlegum fögum eru brautalamir einnig frá ASSA í svonefndu IPA-kerfi sem gera það að verkum að glugginn helst opinn í hvaða stöðu sem er og lamirnar sjást ekki utanfrá.Einnig er hægt að fá ASSA lamir fyrir hliðarhengd fög. Þess má geta að hægt er að fá glugga frá fyrirtækinu fullbúna til ísetningar, glerjaða og fullmálaða.
Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja mikla áherslu á að fyrirtækið hafi ávallt yfir að ráða sem fullkomnustum  tækjabúnaði svo fyrirtækið geti framleitt það sem best er fáanlegt á markaðnum; með öðrum orðum: gæðavöru á góðu verði.
Um þessar mundir eru forráðamenn fyrirtækisins að kanna möguleika á samvinnu við erlenda aðila í því augnamiði  að auka vöruúrvalið og geta þannig þjónað betur margvíslegum óskum viðskiptavina sinna.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga