Þorvaldseyri
Þegar Eyjafjallajökull rumskaði eftir langan dvala á síðasta ári komst Þorvaldseyri heldur betur í heimsfréttirnar. Eftirminnilegar eru ljósmyndir af öskuskýjum og ógnandi náttúrunni, fóru þær um víða veröld og vöktu ugg og aðdáun. Þorvaldseyri stendur ekki langt frá gígnum sem opnaðist og spjó eimyrjunni yfir alla landareignina og nágrennið. Suðlægir vindar sáu til þess að öskufalls varð þar einna fyrst vart en þessar hamfarir tepptu mörg hundruð þúsund flugfarþega víðast hvar í Evrópu.
Það ríkti mikil óvissa um framtíðina á Þorvaldseyri, en síðan birti yfir þegar korn og repja stakk sér að nýju upp úr þykku öskulaginu. Askan reyndist hinn besti áburður auk þess sem hún vermdi allan gróður.
Til að minnast upphafs þessara miklu jarðelda hefur Ólafur Eggertsson opnað athyglisverða gestamiðstöð á bænum. Þar fá gestir að líta hrikalegar ljósmyndir og myndbandsupptökur sem segja sögu þessara miklu hamfara sem riðu yfir árið 2010. Daglegu lífi búaliðs eru gerð skil í eftirtektarverðum upptökum og sýna hvernig lífið sem áður var tvísýnt komst í eðlilegt horf og bjartir dagar horfðu við. Í gestamiðstöðinni er starfrækt gjafavöruverslun með bækur og bæklinga auk minjagripa.

Þorvaldseyri
Þorvaldseyri • 861 Hvolsvelli
487 5757
oli@thorvaldseyri.is
www.thorvaldseyri.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga