Frá útgefanda
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur almennt staðið sig vel í því að sannfæra erlenda ferðamenn um að það sé óhætt að heimsækja landið þrátt fyrir jarðskjálfta, gosóróa og flóð í ám og vötnum. Við búum í landi með fremur kuldalegu nafni, en einmitt þess vegna hefur áhugi útlendinga staðið nokkuð undanfarin ár, jafnvel aukist, þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þessi margumtalaða kreppa hefur hins vegar valdið því að stöðugt fleiri Íslendingar ferðast um landið og leggja nú aukna áherslu á að skoða staði sem þeir hafa ekki áður augum borið. Aukin fjöldi sækir nú Hornstrandir en aðrir vilja heimsækja staði þar sem boðið er upp á fyrsta flokks gistingu, menningu og afþreyingu. Víða er boðið upp á hráefni úr héraði, fólk tínir alls kynsir jurtir, veiðir fisk í ám og vötnum, tínir sveppi og ber að haustlagi. Við búum í landi þar sem náttúrufegurð og hreinleiki er mikill og erum stolt af því. Jöklarnir eru stöðugt aðdráttarafl, ekki bara þegar eldur og eimyrja kemur upp úr þeim, heldur ekki síður til gönguferða. Markaðssetning jöklanna og jöklaferða hefur kannski ekki verið nógu markviss undanfarin ár. Allir þeir sem ferðast um landið eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, innlendir sem erlendir. Bæjarnöfn benda stundum til staðhátta, og jafnvel til mikillar gróðursældar. Bæjanafnið Akrar bendir til að sú sveit sé mjög gróðursæl, og ætti að draga að ferðafólk.
Ferðaþjónustubændum hefur fjölgað ár frá ári og sá gistingamöguleiki hefur orðið stöðugt vinsælli, ekki síst vegna nálægðarinnar við bústofninn. Sums staðar er jafnvel boðið upp á þátttöku, t.d. í heyskapnum, og það er vel. Þetta blað verður vonandi góður vegvísir um landið og gefur góðar upplýsingar um þann fjölbreytileika sem er að finna í öllum landsfjórðungum. Góða ferð.

Útgefandi
Interland ehf.
 Höfðatún 12 • 105 Reykjavík
info@landogsaga.is

Ritstjóri & framkvæmdastjóri
Einar Þorsteinn Þorsteinsson
einar@landogsaga.is

Auglýsingar & Sala
Anna Margrét Bjarnadóttir
anna@landogsaga.is
Björg Sigurðardóttir
bjorg@landogsaga.is

Blaðamenn
Geir A. Guðsteinsson
Kristrún Ósk Karlsdóttir
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
Vignir Andri Guðmundsson
Guðbrandur Siglaugsson
Svava Jónsdóttir

Umbrot
Interland

Forsíðumynd

Harpan
 Ragnar Th. Sigurðsson

Prentun

Landsprent

Dreifing

Með helgarútgáfu Morgunblaðsins, og um allt land.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga