Greinasafni: Veitingar
Gamla Pósthúsið á Hvolsvelli
Eldstó Café & Hús Leirkerasmiðsins
Enda þótt fjöldi rithöfunda, mynd-listamanna og tónlistarmanna sé meiri hérlendis en víðast hvar þegar til höfðatölu er litið kann það að vekja furðu hve fáir hafa sérhæft sig í leirkera-smíði. Það er því saga til næsta bæjar að á Hvolsvelli skuli vera búsettur einn af færustu leirkerasmiðum landsins.
Í gamla pósthúsinu í hjarta bæjarins reka hjónin Þór Sveinsson, leirkerasmiður og G. Helga Ingadóttir, söngkona og leirlistarkona Eldstó Café & Hús Leirkerasmiðsins. Í Eldstó er ekki einasta boðið upp á kaffi, te og veitingar því þar leikur handverk stóran þátt. Unnendur handverks og myndlistar ættu hiklaust að leggja leið sína þangað.  Eldstó hóf starfsemi sína á Selfossi árið 2000 og þá sem listagallerý og vinnustofa.  Árið 2004 varð til samsetningin kaffihús, gallerý og vinnustofa á Hvolsvelli. Árið 2010 færði Eldstó enn frekar út kvíarnar og er nú einnig matsölustaður.

Í Eldstó er boðið upp á ferskar súpur og salöt, heimabakað brauð og bakkelsi. Góðgætið er borið fram í leirtaui sem þau hjón hafa skapað og gefst gestum einnig færi á að kaupa keramikvörur í gallerýinu.  Nú í sumar verður boðið upp á Chileanskt empanadas borið fram með heimalagaðri kryddsósu. Og bragðir þú þetta er allt eins víst að venjubundinn búðarmatur tapi aðdráttarafli sínu. Á sólríku sumarkvöldi er tilvalið að bragða á grilluðu lambi, kálfakjöti eða kjúklingi sem Eldstó býður upp á. Salat og grænmeti fylgir þessum réttum og má njóta þeirra hvort heldur er innan dyra sem utan. Í Eldstó er einnig boðið upp á vín og bjór.

Handverk hjónanna í Eldstó er unnið úr steinleir, en glerungarnir sem bera nafnið „Eldfjallaglerungar“ eru al-íslenskir og unnir úr Hekluvikri og Búðardalsleir.  Þetta eru hágæða nytjaglerungar og þolir allt leirtau  að fara í uppþvottavélar, örbylgju og ofn. Glansinn helst mjög vel, þrátt fyrir mikla notkun. Þetta má sjá á því leirtaui sem  notað er í Eldstó, en það er allt handrennt og unnið af Þór. Einnig eru til sölu módelsmíðaðir skartgripir eftir G.Helgu. 

Í Eldstó er aðstaða bæði til tónlistarflutnings og myndasýninga, en í sumar stendur yfir ljósmyndasýning Ragnars TH Sigurðssonar frá eldgosinu í Eyjafjallajökli  2010. Þetta er sölusýning og nú er tækifæri til að eignast mynd eftir þennan frábæra ljósmyndara. Á heimasíðu hans,  rax.is, má sjá fjölmargar myndir hans. Hróður staðarins hefur farið víða og séu menn á höttunum eftir myndlist, handverki, gómsætum mat eða þægilegu umhverfi ætti Eldstó Café að geta svalað forvitninni.

Eldstó
Austurvegi 2 • 860 Hvolsvelli
482 1011
eldsto@eldsto.is
www.eldsto.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga