Fræðasetrið í Sandgerði
Himinn og haf
Fræðasetrið í Sandgerði er fyrst og fremst náttúrugripasafn þar sem leitast er við að tengja mann og náttúru. Innan veggja Fræðasetursins eiga gestir kost á að skoða hluta af náttúru Íslands í návígi. Geta gestir fræðst  þar um umhverfið, lífshætti dýra, jurta og fólksins á svæðinu. Í Fræðasetrinu er sýningin Heimskautin heilla sem fjallar um æfi og starf franska heimskautafarans, leiðangurstjórans og læknisins, Jean-Baptiste Charcot, en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-Pas? við Mýrar 1936.
Í Sandgerði eru fallegar sand- og klettafjörur og þar má finna marga spennandi fjörupolla.  Sá sem fer fjöruferð á vegum Fræðasetursins í Sandgerði finnur falda dýrgripi náttúrunnar. Í Fræðasetrinu er hægt að fá tilbúin fjöruverkefni fyrir ýmsa hópa og öll nauðsynleg verkfæri til fjöruferða.

Fuglalíf
Sandgerði er millilendingarstaður farfugla, sem hafa þar viðdvöl á vorin og haustin. Fræðasetrið leggur metnað í að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um fuglaferðir og væntir þess að gestir leggi sitt af mörkum. Þar er líka mikill fjöldi staðfugla. Fuglaáhugamenn hafa sótt til Sandgerðis árum saman.  Sandgerði er mikill útgerðarbær. Útgerð hefur verið stunduð frá landnámi Íslands við ströndina á hinu forna Rosmhvalanesi. Við höfnina í Sandgerði er fjölbreytt mannlíf þegar bátar koma inn til löndunar.
Í Fræðasetrinu er unnið að því að safna saman merkri sögu útgerðarhverfanna í Miðneshreppi, eða Rosmhvalanesi hinu forna. Fræðasetrið býður upp á göngu- og rútuferðir undir leiðsögn um útgerðar- og verslunarbæina á Rosmhvalanesi. Má þar nefna Þórshöfn og Básenda. Gönguslóðir eru milli útgerðarhverfanna á Rosmhvalanesi.

Og nú er ný vegtenging út á Reykjanes frá Hafnarvegi. Enda þótt hún sé nú merkt sem leið á Hvalsnes liggur hún til Sandgerðis þar sem eru veitingastaðir, listagallerí  og 18 holu golfvöllur . Þaðan er síðan hægt að aka með ströndinni allt til Þorlákshafnar. Þessi nýi vegur á eftir að verða lyftistöng fyrir alla á Rosmhvalanesi.

Fræðasetrið Sandgerði
Garðvegur 1 • 245 Sandgerði
423 7551
reynir@sandgerdi.is
www.sandgerdi.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga