Beint frá býli
Snýst um hugmyndaflug
Um 70 aðilar selja heimaunnar vörur hér á landi í nafni félags bænda, „Beint frá býli“. Guðmundur Jón Guðmundsson formaður segir að viðtökur almennings fari langt fram úr því sem gerðar voru vonir um. Félagið var stofnað árið 2008 og voru stofnfélagar rúmlega 50. Í dag eru félagar rúmlega 100. Tilgangur félagsins er meðal annars að hvetja til heimavinnslu og sölu, ásamt því að vinna að hagsmunum bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum, að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki er í fyrirrúmi og að hvetja til varðveislu margvíslegra framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð. Að sögn Guðmundar Jóns Guðmundssonar, formanns félagsins og bónda að Holtseli, er aldahefð fyrir svona starfsemi til dæmis í Þýskalandi og á hinum Norðurlöndunum.
„Rekjanleiki vörunnar skiptir miklu máli því ef keypt er til dæmis nautakjöt af bónda þá getur hann sagt viðkomandi hvaða naut þetta var; fólk veit hvaða vöru það fær og flestir bændur sem eru í þessu velja gripi sem þeir eru nokkurn veginn vissir um að séu góðir þannig að neytandinn fær góða vöru. Ef honum  líkar svo ekki varan getur hann haft samband við bóndann til að fá skýringar eða bætur. Þannig að fólk veit alltaf hvað það er með í höndunum. Fólk hringir á viðkomandi bæ og getur til dæmis fengið lambakjötið skorið eða tilreitt eins og það vill.“ Grundvallarhugmyndin með  fram-leiðslu og sölu beint frá býli byggir meðal annars á að nýta fornar, nýjar og staðbundnar aðferðir, ásamt þekkingu og sögulegum hefðum. Að varðveita menningararfinn og kynna hann nýjum kynslóðum. Að auka gagnkvæman skilning framleiðanda og neytanda og færa þá nær hver öðrum. Að skila andvirði vöru og þjónustu í auknum mæli til frumframleiðanda og hugmyndin byggir beinlínis á því að styrkja byggð og efla atvinnu í hinum dreifðu byggðum.

Fjölbreytt úrval
Fjölbreytt úrval er selt á bæjunum. Nefna má osta, jógúrt, skyr, ís, broddmjólk, kryddsósur, kjötvörur - svo sem reykt kjöt, þurrverkað kjöt og slátur - villibráð, hákarl, fiskmeti - svo sem reyktan fisk, hertan fisk, siginn fisk og grafinn fisk - grænmeti, kryddjurtir og kryddblöndur, hvönn, fjallagrös og söl, rabarbara, sultur og hlaup, bjúgu, pylsur og kæfu, kornvörur, brauð, kökur, jurtate, öl, safa og saftir og egg. Guðmundur framleiðir ís þar sem skyr er uppistaðan í eina tegund og eru framleiddar um 30 bragðtegundir. Má þar nefna hundasúruís og fáfnisgrasís. otum gamlar hefðir á nýjan hátt og það er eitt af því sem menn mættu gera meira; að menn nýti raunverulega það Á heimasíðunni, holtsel.is, segir m.a.: „Ísinn er framleiddur á bænum og er eingöngu notuð eigin mjólk og rjómi. Rjóminn er framleiddur heima á bænum, mjólkin er skilin beint úr kúnum og fer rjóminn svo í ísgerðina án frekari meðhöndlunar þ.e. hann er ekki fitusprengdur.

Ísinn er framleiddur án þess að notuð séu tilbúin hjálparaefni. Öll bragðefnin eru náttúrleg eftir því sem hægt er. Eggjarauður eru notaðar í staðinn fyrir hefðbundin hjálparaefni til ísgerðar og engin rotvarnarefni eru sett í ísinn.“ „Við ngamla sem er til en komi því í neytendavænni umbúðir,“ segir Guðmundur. „Ég held að það hafi ekki margir séð fyrir sér skyr sem grunnefni í rjómaís og fólk getur áreiðanlega nýtt meira það gamla á nýjan hátt. Þetta snýst um hugmyndaflug. Þetta snýst um frumleika. Menn eiga ekki endilega að reyna að apa upp eftir öðrum heldur reyna að gera eitthvað sjálfir ef þeir ætla að ná árangri.“ Guðmundur segir að viðtökur   almennings almennt hvað varðar Beint frá býli fari langt fram úr því sem vonir voru gerðar um. „Ísgerðin hefur til dæmis slegið í gegn. Við byrjuðum að framleiða ís árið 2006 og stundum tökum við á móti nokkur hundruð manns á dag,“ segir Guðmundur en  ísbar og kaffihús var opnað í tengslum við framleiðsluna.

Beint frá Býli
Holtsel í Eyjafj.sveit • 601 Akureyri
8612859
beint@beintfrabyli.is
www.beintfrabyli.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga