Greinasafni: Veitingar
Halldórskaffi
Kaffi og með því
Halldórskaffi er nefnt í höfuðið á Halldóri Jónssyni, kaupmanni í Suður-Vík. Hann var frumkvöðull í verslunarmálum í Vík en frumkvæði hans varð til þess að Bryde og síðar fleiri hófu verslunarrekstur í Vík sem leiddi til þorpsmyndunar á Víkursandi.

Halldórskaffi er í austurenda Brydebúðar og ber með sér sjarma liðinnar tíðar. Kaffihúsið býður upp á kaffiveitingar og létta rétti. Í boði er fjölbreyttur matseðill við allra hæfi.  Súpa dagsins með heimalöguðu brauði, smáréttir, salöt, réttir unga fólksins og fleira gómsætt með afurðum úr heimahéraði. Þar er einnig góð aðstaða til myndlistasýninga yfir sumarið. Halldórskaffi er opið alla daga á sumrin kl. 11:00-23:00 sunnudaga til föstudaga en 11:00-02:00 á laugardögum.

Myndlistasýningar eru á Halldórskaffi allt árið um kring. Einnig eru tónlistarviðburðir all tíðir í kaffihúsinu sem er mikill menningarauki í plássinu.

Halldórskaffi
Víkurbraut 28 • 870 Vík
8478844
halldorskaffi@gmail.com
www.halldorskaffi.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga