Greinasafni: Ferðaþjónusta
Tjaldstæðið Þakgili
Útilega með rómantísku ívafi
Þær eru víða náttúruperlurnar sem ekki liggja í augum uppi við þjóðveginn. Ein þeirra er í Þakgili, sem er á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands.
Tjaldstæðið í Þakgili er nokkuð stórt og ber svæðið fimm til sex hundruð manns í tjöldum, fellihýsum og húsbílum. Þar er hreinlætisaðstaða ágæt, fimm salerni og ein sturta.  Hellir er á svæðinu þar sem er grill og borð og bekkir, þar er líka kamína inni sem hægt er að kveikja upp í og er hellirinn upplýstur með sprittkertum. Í smáhýsunum er boðið upp á svefnpokagistingu.
Í hverju húsi er salerni og eldunaraðstaða. Þar eru ekki sturtur.

Góð bækistöð fyrir göngufólk

Þegar Helga er spurð hvernig reksturinn hafi gengið ár frá ári, segir hún hann hafa gengið ágætlega.
 „ Ferðamannatíminn er stuttur hér en traffíkin hefur verið alveg prýðileg. Aukningin var mest fyrstu þrjú árin á meðan staðurinn var að spyrjast út og síðustu þrjú árin hefur traffíkin verið mjög stöðug.“
„Það er langmest göngufólk og fólk sem vill fara í góða, gamaldags útilegu með rómantísku ívafi sem hinga[ kemur. Síðan er nokkuð mikið um jeppamenn en lítið um hestamenn.“

Tjaldstæðið Þakgili
Höfðabrekkuafrétti • 870 Vík
893 4889
helga@thakgil.is
www.thakgil.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga