Þjórsárnes í Flóa
Að óskum hvers og eins
Bændurnir að Þjórsárnesi í Flóa eru í félaginu Beint frá býli og er þar lögð áhersla á að bjóða upp á úrvals lambakjöt.  „Við erum ungir bændur og ákváðum strax þegar við hófum búskap árið 2007 að selja beint frá okkur sjálfum,“ segir Margrét Ingjaldsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Guðjón Birgir Þórisson, urðu aðilar að Beint frá býli þegar það var stofnað ári síðar. Þau eru einnig þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt en megintilgangur hennar er að tryggja neytendum öruggari vöru. „Okkur langaði að selja lambakjötið beint til neytandans til að uppfylla kröfur hans. Þetta virkar vel og erum við mjög sátt við þetta. Það hefur verið nánast uppselt hjá okkur frá því við byrjuðum að selja beint frá okkur og höfum við því hvatt fólk til að panta tímalega hjá okkur.“

Neytendur panta lambakjötið fyrir fram á haustin en eingöngu er hægt að kaupa heila lambskrokka sem eru sagaðir að ósk neytandans. Til að uppfylla kröfur neytandans er hægt að panta stóra, litla, magra eða feita lambskrokka. Einnig er hægt að panta kjöt af lömbum sem hafa verið á fjalli eða í heimahögum allt eftir óskum neytandans.

Þjórsárnes
Þjórsárnesi • 801 Selfossi
486 3381
thorsarnes@visir.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga