Matarbúrið að Hálsi í Kjós
Gæðahráefni beint af býli
Verslunin Matarbúrið var opnað formlega þann 11. april 2009. Síðan 1997 hafa ábúendur á Hálsi selt stóran hluta af því nautakjöti sem framleitt er á býlinu beint til neytenda og þá í einum fjórða eða hálfu nauti. Sú ákvörðun að selja beint til neytenda réðist aðallega af metnaði fyrir eigin framleiðslu en einnig vegna skammarlega lágs afurðaverðs frá afurðastöð. Það voru margir búnir að spyrja hvar væri hægt að kaupa kjöt af holdagripum eins og þeim sem voru og eru á búinu. Satt að segja höfðum við ekki hugmynd um það, við sendum í sláturhús og svo fór kjötið okkar bara í hítina.

Þróunin varð svo sú að það geta ekki allir tekið við 40-60 kg af nautakjöti í einu, en það er ca ¼ af nauti, fólk vildi kaupa í minni skömmtum. Það var því lítið annað að gera en að mæta þeirri eftirspurn og koma upp aðstöðu til að afhenda kjötið.  Ennþá er þó hægt að kaupa í stórum skömmtum. Við erum stolt af því sem er á boðstólum í Matarbúrinu og höfum lagt mikla vinnu og alúð í afurðirnar. Okkur finnst að það sé neytendum í hag að þessi möguleiki sé fyrir hendi að geta keypt beint frá bónda því þar eru frumframleiðendur með eftirsóknarverða og sérstaka vöru í boði.

Nautajötið er af holdagripum af Galloway-kyni og Angus sem eru eingöngu grasfóðraðir. Grasfóðrun teljum við mjög mikilvæga vegna heilbrigðis og velferðar dýranna og ekki spillir að rannsóknir sýna að kjöt af grasfóðruðum gripum  inniheldur meira magn af hollum fitusýrum en annað kjöt. Til að mæta eftirspurn hafa bæst við samstarfsaðilar  úr nánasta umhverfi. Matarbúrið er stundum með kjöt frá Kiðafelli og Sogni. Við erum samt lítil búð með persónulega þjónustu og ráðgjöf og ætlum ekki  að breyta því,  þ.a.l. er úrvalið sem í boði er ekki alltaf hið sama.

Matarbúrið

Háls í Kjós • 276 Mosfellsbæ
897 7017
hals@hals.is
www.hals.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga