Hanasetur, hundaslóð og hrossarækt
Eystri Torfastaðir II
Þegar Ísland var ónumið var fátt spendýra hér. Þurftu því landnemar að taka með sér þær skepnur sem þeir vildu freista að hafa nytjar af. Fluttu þeir því með sér hesta, kindur, kýr, geitur, svín, hunda og ketti. Hænur tóku þeir einnig með sér og án efa slæddist músin með.
Af þessum skepnum er komið þrautseigt kyn og er óþarft að fjölyrða um það hér.

Hanasetrið
Á Eystri Torfastöðum II í Fljótshlíð er Hanasterið. Þar eru hinir tignarlegu landnámshanar uppstoppaðir til sýnis og sölu. Þá uppstoppuðu má einnig nálgast að Aflagranda 40 í Reykjavík. Fleira er stoppað upp en einir hanar, því margskonar fuglar aðrir og önnur dýr hafa öðlast lengra líf í meðförum þeirra hamskera sem höndum hafa um þá farið, svo sem eins og ferhyrndir hrútar, hyrndar kýr, gamlir tarfar og hreindýrshausar. Landnámshænan kom til Íslands með landnemum og rannsóknir á vefjaflokkagerð hennar sýnir einungis skyldleika með gömlum norskum hænsnum sem bendir til að þar sé sami stofninn á ferð og landnemar komu með.

Hundaslóð
Ekki er það fiðurfénaður einn sem ræktaður hefur verið á Eystri Torfastöðum því þar er lögð rækt við hið nafnkunna íslenska hundakyn. Salka Valka (Ís 10346/07) er mikil gæðatík og undan henni koma hvolpar með reglulegu millibili. Faðirinn að næsta goti er Arnarstaða Snati (Ís 08549/05). Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslands. Tegundin barst til landsins með landnemum og aðstoðuðu hundarnir við gæslu og smölun fjár, nautgripa og hesta. Þó svo hann sinni þessum skyldum sínum enn er hundurinn æ vinsælli sem félagi.

Hrossarækt
Landnemar fluttu með sér hesta til Íslands. Mjög líklega hafa þeir tekið með sér bestu og harðgerðustu hestana úr stofni sínum.  Í margar aldir blandaðist íslenski hesturinn ekki öðrum hestum og hefur hann haldið hreinleik sínum eins og hann gerir enn. Áður fyrr var hesturinn notaður til bústarfa og ferðalaga og kallaður þarfasti þjónninn.  Í dag er hestamennska áhugamál fjölda fólks og margir njóta þess t.d. að ferðast um landið á hestum.
Á Eystri Torfastöðum er hrossarækt. Þar eru gripir sem koma út af Heði frá Hvoli í Ölfusi og Nett frá sama stað. Einnig eru gripir út af Svipi frá Gerði í Suðursveit og Vöku frá Lambleiksstöðum í Hornafirði.

Torfastaðir ehf
Torfastöðum • 861 Hvolsvelli
588 7887
torfastadir2@emax.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga