Greinasafni: Veitingar
Sveitabakarí
Gamalt og gott
Sveitabakarí sf. er lítið bakarí í eigu fjölskyldunnar á Auðkúlu í Austur Húnaþingi. Bakaríið sérhæfir sig í framleiðslu á gamaldags bakkelsi með vöruvöndun og íslenskar hefðir að leiðarljósi. Segja má að hjá þeim samtvinnist gamlar venjur hinnar íslensku húsmóður og bakarans. Meðal þess sem boðið er upp á er seytt rúgbrauð sem inniheldur að þriðjungi bygg af húnvetnskum akri. Er það hollur biti. Einnig eru þar bakaðar flatkökur, kleinur, ástarpungar, partar, normalbrauð og maltbrauð auk nokkurra gerða af sætabrauði og kökum. Þá eru einnig framleiddar í bakaríinu sultur, marmelaði og hlaup úr íslensku hráefni. Í Sveitabakaríinu er leitast við að nota einungis hið besta fáanlega hráefni sem fæst hverju sinni. Lífræn egg, óbleikt hveiti, hafrar, íslenskt heilhveiti og innlent bygg. Með þessu móti býður Sveitabakaríið stolt upp á hollt og hreint bakkelsi sem ekki inniheldur efni sem geta verið skaðleg heilsu manna. Engum rotvarnar- eða þráavarnarefnum er blandað í afurðir bakarísins.

Sveitabakarí sf
Auðkúlu 1 • 541 Blönduósi
868 7951
sveitabakstur@emax.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga