Greinasafni: Heilsa
Grænmetismarkaður í Vallanesi
Grænt og gómsætt
Í Vallanesi á Fljótsdalshéraði er stunduð lífræn ræktun á korni s.s. byggi og hveiti, sem og ýmsu grænmeti sem markaðssett er undir vörumerkinu Móðir Jörð.   Móðir Jörð leggur auk þess  áherslu á fullvinnslu á hráefninu sem ræktað er á staðnum og framleiðir m.a. chutney úr rótargrænmeti, sultur, grænmetisbuff,  hrökkbrauð og nuddolíur.  Hægt er að kaupa afurðir Móður Jarðar beint frá býli í Vallanesi í sumar og efnt verður til grænmetismarkaðar í Vallanesi dagana 28. júlí – 1. ágúst og verður hann opinn frá kl 13. – 18.

Rómaður veitingastaður 
og alþekkt gistihús

Gistihúsið Egilsstöðum er glæsilegt sveitahótel þar sem gæði, metnaður og umhyggja eru í fyrirrúmi. Það stendur á bökkum Lagarfljóts um 300 m frá þéttbýlinu Egilsstöðum. Húsið hefur allt verið endurnýjað í anda þess innri og ytri glæsileika sem það er rómað fyrir allt frá fyrstu árum síðustu aldar. Frá Gistihúsinu er unaðslegt útsýni yfir Fljótið og til fjalla. Rómantík og gamlar hefðir eru í öndvegi og gestir njóta fyrsta flokks þjónustu í einstakri umgjörð austfirskrar náttúru

Metnaður og alúð eru megineinkenni eldhússins; líkt og Gistihúsið sjálft er matargerð þess sprottin úr traustum hefðum, en  hráefnin sett í nýtt samhengi svo útkoman verður eftirminnileg og jafnvel ævintýraleg.

Við berum mikla virðingu fyrir hráefninu. Það er mest allt íslenskt og fengið úr okkar nánasta umhverfi. Við erum stolt af íslenskum landbúnaði og viljum kynna þá sem skara þar fram úr með því að nýta afurðir þeirra.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga