Greinasafni: Sveitarfélög
Austurland
Sýnishorn alls hins besta
Austurland er einstakt undraland þar sem hjólreiða kappar, fugla- skoðarar, kayakræðarar og náttúruunnendur finna allt sem fangar huga þeirra, svo sem óbyggðir, áskorun og hugarró. Austurland er þekkt fyrir frábærar aðstæður fyrir útivistarfólk og má þar nefna jafnt gönguleiðir, reiðtúra og veiði, að ógleymdum fiskiþorpunum við sjávarsíðuna sem bjóða upp á fjölbreytt ævintýri fyrir gesti og gangandi.  

Gönguleiðir fyrir alla

Fyrir ferðamenn á Austurlandi eru gönguferðir ein besta leiðin til að njóta ósnortinnar náttúru. Svæðið er þekkt fyrir áhugaverðar og fjölbreyttar gönguleiðir, allt frá styttri dagleiðum til ævintýralegra lengri ferða.
Góð göngukort af öllu Austurlandi eru fáanleg á upplýsingamiðstöðvum og fjölmargar leiðir hafa verið merktar til að auka öryggi og ánægju ferðamannsins.

Snæfell—Lónsöræfi
Snæfell er  1833 metra hátt fornt eldfjall. Fjallið er hæsta fjall Íslands utan jökla og býður upp á stórkostlegt útsýni til allra átta. Snæfell telst vera fremur auðvelt uppgöngu, en boðið er upp á ferðir með leiðsögn upp á, og við fjallið.  Umhverfið er einstaklega fallegt með iðjagrænum mosa og uppsprettur og lindir eru víða innan um svarta sanda. Einstakt dýralíf er að finna á svæðinu og sjá má bæði  hópa hreindýra og gæsa. Í næsta nágrenni er Brúarjökull sem áhugavert er að skoða.  Fyrir göngugarpa er frábært að ganga um svæðið með sitt einstaka landslag í þjóðgarði Vatnajökuls, og spennandi leið er yfir  Eyjabakkajökul og yfir í einstaka náttúru Lónsöræfa. Á leiðinni er útsýni yfir breiður grænna dala svo sem Geithellnadal, Hofsdal og Víðidal, og fjölda fallegra fossa er að sjá.

Kverkfjöll
Einstakt ævintýri er að heimsækja hið ótrúlega samspil elds og íss í Kverkfjöllum. Göngu í dal heitu lindanna með sjónarspili sjóðandi leðjupolla sem  bræða völundarhús hella í Vatnajökul gleymist seint. Einstakt er einnig að hvíla þreytta fætur í heitu jökulvatninu sem rennur úr mynni íshellisins í Kverkfjöllum. Þrátt fyrir að þessi hvíti risi, Vatnajökull, líti út fyrir að vera friðsæll og stöðugur, þá má aldrei gleyma því að það eru ýmsar hættur sem fylgja ísnum, sem sífellt er á hreyfingu.

Víknaslóðir
Á Víknaslóðum á Borgarfirði eystri eru um 150 km af merktum gönguleiðum. Á vegi göngumanna eru  einstakar strandlengjur, yfirgefin býli, stórkostlegt fuglalíf og dýralíf og með smá heppni má sjá hópa hreindýra. Svæðið er þekkt fyrir litafegurð fjallanna og fallega steina, ásamt því að þar er lundinn í næsta nágrenni. Frábærar dagleiðir eru í boði á Víknaslóðum, ásamt einu best geymda leyndarmáli landsins – Stórurð. Stórurð er völundarhús stórgrýtis þar sem falleg lítil á rennur á milli og blágrænar tjarnir, umvafðar grænu grasi, eru í felum innan um stórgrýtið. Fullkomin leið til að upplifa undur óspilltrar náttúru er að heimsækja Stórurð.

Skálanes

Til að njóta stórkostlegs útsýnis yfir sjóinn, þá er einstök upplifun að heimsækja hina fallegu firði Austurlands. Við mynni Seyðisfjarðar er Skálanes, einstakt náttúru- verndarsvæði sem vert er að heimsækja. Einnig er ferð í Mjóafjörð ógleymanlegt ævintýri – sem skartar hinum ægifögru Klifurbrekkufossum.

Eskifjörður - Norðfjörður - Reyðarfjörður
Öðruvísi – en ekki síður áhugaverður staður er austasti hluti Austfjarða, Gerpissvæðið milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, þar sem himinháir klettadrangar sameinast í baráttunni við öldur Atlantshafsins. Fjölbreytileiki strandlengjunnar er einstakur. Ljósar strandlengjur ásamt svörtum ströndum Vöðlavíkur, ótrúlegar klettamyndanir, óspilltir firðir með röðum af æðarfugli, eyðibýli og  hreindýrahjarðir í einstöku umhverfi er ógleymanleg upplifun. Þá er hægt að enda gott ferðalag með viðkomu í Helgustaðanámu, hinni þekktu gömlu silfurbergsnámu við Reyðarfjörð norðanveran.

Við Egilsstaði

Varðandi styttri gönguleiðir þá gefa gönguleiðirnar „Perlur Fljótsdalshéraðs“ góðar hugmyndir um gönguleiðir í Héraði. Einnig má ekki gleyma göngu upp að Hengifossi, einum hæsta fossi landsins, og hinu fallega stuðlabergi við Litlanesfoss. Að auki er friðsælt og fallegt að ganga í Hallormsstaðaskógi. Allt einstakar gönguleiðir, að ógleymdri gönguleiðinni að Hjálpleysu, hálfsdagsganga frá Stóra Sandfelli þar sem sjá má ótrúlegar minjar ísaldarinnar. Njótið einnig göngu við Húsey eða njótið dagsins við hina sérstöku strönd Þerribjörg, við afleggjarann upp á Hellisheiði eystri til Vopnafjarðar.

Fjölmargar fleiri stórskemmtilegar gönguleiðir eru í boði í paradísarlandi göngumannsins – Austurlandi. Upplýsingamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum gefur allar nánari upplýsingar.

Markaðsstofa Austurlands
Miðvangi 1-3 • 700 Egilsstaðir
472 1750
east@east.is
www.east.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga