Greinasafni: Veitingar
Kaffi Klettur í Reykholti í Biskupstungum
Gistihús, tjaldstæði, veitingahús og viðburðir
Kaffi Klettur er notalegur veitingastaður í Reykholti í Biskupstungum og er einungis í 90 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og þaðan er aðeins 10 mínútna akstur að Geysi í Haukadal. Í Reykholti er gott að nema staðar og njóta góðra veitinga úr heimahéraði. Í jólalegu húsi er tilvalið að njóta sumarblíðunnar á skjólsælli veröndinni fyrir utan.

Fyrir börnin er margt sem gleður augað. Hross og hundar og gömul búnaðartæki. Kaffi Klettur er skreyttur amboðum og innanstokksmunum frá gamalli tíð. Sumt er kunnuglegt meðan annað vekur furðu og spurningar um notagildi. Sagan er hér síkvik og nálæg. Fjölbreyttur matseðill við allra hæfi er í boði að Kaffi Kletti og er sérstök áhersla lögð á hefðbundinn íslenskan mat og hráefni úr nærumhverfinu. Kaffi og úrval kaffidrykkja er þar á boðstólum ásamt með heimabökuðum kökum, brauði og tertum.

Veitingastaðurinn.

Mikil áhersla er lögð á notalegt og friðsælt umhverfi þar sem gestir geta bæði setið inni og úti, þá veður leyfir. Mjög góð aðstaða er fyrir hestafólk á staðnum og er hestagerði á lóðinni. Kaffi Klettur er opinn alla daga á sumrin frá kl. 12.00 - 23.00. Eldhúsið er opið til kl. 21.30. Á veturnar er opið allar helgar og hægt að panta fyrir hópa utan venjulegs opnunartíma. Á Kaffi Kletti er heimabakstur í hávegum hafður, allar kökur og brauð er heimabakað, ásamt framleiðslu-línu Kaffi Kletts sem eingöngu er seld í Bjarnabúð, svo sem eins og kleinur, kryddbrauð, hjónabandsæla, hveraseytt rúgbrauð, döðlubrauð, bananabrauð og margt fleira. Ennfremur er rekin veisluþjónusta á staðnum. Þetta eru aðalsmerki Kaffi Kletts og svo að sjálfsögðu hin vingjarnlega og persónulega þjónusta sem þar er veitt. Hér er lögð áhersla á íslenskar hefðir, en einnig er boðið upp á alþjóðlega rétti eins og hamborgara og kemur hráefnið í þá beint frá býli. Þá hafa ýmsir viðburðir farið fram á Kaffi Kletti, tónleikar, fræðsla og annað.

Hópar  velkomnir.
Við tökum vel á móti hópum, allt að 55 manns í mat. Sjálfsagt er fyrir þá sem vilja notfæra sér þá þjónustu að leita tilboða í veislur. Í Reykholti er einnig sundlaug og tjaldstæði fyrir þá sem vilja dvelja lengur.

Tjaldsvæðið í Reykholti var enduropnað árið 2009 með nýrri salernisaðstöðu og rafmagni. Stutt er í sund, leikvöll ,verslun og alla þjónustu. Þá er ógetið um gistihúsið sem stendur í Reykholti.

Kaffi Klettur
Reykholti • 801 Selfossi
486 1310
husid@best.is
www.kaffiklettur.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga