Greinasafni: Veitingar
Einstakur staður, Einstakur matur
Upplýst leyndarmál
Hver sá sem á leið um Reykjanes og vill njóta góðra veitinga í vinalegu umhverfi, verður ekki svikinn af heimsókn í Veitingahúsið Vitann, sem stendur skammt frá höfninni í Sandgerði.  Þar er boðið upp á ferskan mat árið um kring og þó aðaláhersla sé lögð á sjávarfang er þar einnig hægt að fá hefðbundinn íslenskan mat auk annars. Það sem gerir Vitann einstakan er grjótkrabbinn, en hann er einungis hægt að fá við strendur Norður Ameríku og í Sandgerði. Er Vitinn eina veitingahúsið í Evrópu sem býður upp á þetta ljúfmeti. Grjótkrabba og öðuskel er boðið upp á á milli 17:30 og 21:30.

Fiskurinn sem boðið er upp á í Vitanum er sóttur á gjöful miðin skammt undan landi. Metnaður er lagður í vandaða matreiðslu og persónulega þjónustu.  Veisluþjónusta Vitans tekur að sér allar veislur svo sem brúðkaup, afmæli, fermingar og erfidrykkjur. Glæsilegir veislusalir og spennandi hópmatseðlar eru í boði.

Veitingahúsið Vitinn býður upp á hádegisverðarhlaðborð, sérréttaseðil og veislur við öll tækifæri og getur tekið á móti öllum stærðum af hópum auk þess að vera með spennandi hópmatseðla og glæsilega veislusali.

Þá býður hið rómaða kaffihús Vitans upp á fjölbreyttan matseðil, s.s. kaffidrykki, kökur, vöfflur, salöt, smárétti, bistroseðil, smurt brauð og margt fleira. Sandgerði hefur upp á margt að bjóða s.s. Fræðasetur, Háskólasetur, Listatorg, gróðrastöð sem er ein sinnar tegundar hér á Reykjanesi, iðandi mannlíf við höfnina og marga sögulega staði.

 Vitinn er opinn frá 11.30 til 21.30 yfir sumartímann.

Vitinn

Vitatorg 7 • 245 Sandgerði
423 7755
info@vitinn.is
www.vitinn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga