Greinasafni: Hótel og gisting
Borgarnes B&B
Glæsihús í fögru umhverfi
Borgarnes er orðinn vinsæll staður hjá listamönnum og hönnuðum en áður en þeir hófu að sækja staðinn heim var eitt glæsilegasta húsið í plássinu reist. Það var árið 1947 og var hannað af Halldóri Jónssyni. Húsið er bjart og stórt með málverk á veggjum auk annarra fagurra muna svo úr verður einkar sérstök heild.Inger, sem er eigandi hússins, hefur nú opnað það fyrir gestum og gangandi. Njóta þeir verunnar þar og dásamlegs umhverfis. Húsið hentar vel hópum sem vilja eyða tíma saman. Hægt er að leigja stök herbergi eða allt húsið í einu og er fyrirtak fyrir hvíld eða ráðstefnur þar sem notalegheit eru tekin fram yfir glæsileika stórra hótela.

Eftir að hafa stundað búskap í ríflega 30 ár ákvað Inger að kaupa hús í Borgarnesi og eftir ráðleggingu vinar skoðaði hún húsið að morgni og festi á því kaup samdægurs.  Hver sá sem þangað kemur, skilur hvers vegna hún lét til skarar skríða. Það vekur börnum mikla kæti og forvitni að vita af kúm og öðrum skepnum í nágrenninu. Í húsinu eru 7 herbergi og er eitt þeirra fjölskylduherbergi.  Þetta hús er afskaplega fjölskylduvænt. Trampolín og rólur eru í garðinum og í næsta húsi er velþekktur leikgarður gerður af öldnum manni til handa börnum að leika sér í.

Öll herbergin hafa sjónvarp og fría internettengingu. Gestir geta notað vel skipulagt eldhús staðarins að vild, en einnig er boðið upp á dýrlegan morgunverð á hverjum degi. Úr setustofunni er stórkostlegt útsýni. Sólin sest úti á flóanum og vekur fögnuð og undrun á björtum kvöldum. Pallurinn úti er einkar skjólsæll og ekki svíkur umhverfið. Fuglaáhugamenn fá sitt, þessir vængjuðu vinir eru fjölmargir í trjám og fjöru.

Borgarnes B&B
Skúlagata 21 • 310 Borgarnes
434 1566
borgarnesbb@internet.is
www.borgarnesbb.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga