Greinasafni: Veitingar
Langaholt
Gistihús og veitingastofa
Gistihúsið Langaholt horfir við Faxaflóa frá sunnanverðu Snæfellsnesi. Á sumrin fyllir kríufjöldi himininn og í vestri trónir Snæfellsjökull í allri sinni tign. Eigandi Langaholts, Þorkell, eða Keli, segir að gistihúsið hafi verið í eigu fjölskyldu sinnar frá því 1978. Núorðið sér nánasta fjölskylda hans um þá þætti sem tengjast Langaholti. Þar er að finna 9 holu golfvöll og tjaldstæði. Langaholt nálgast nú að vera eins og hvert annað hótel með sín glæsilegu salarkynni og a la carte veitingastofu. Keli vill samt halda í hina gömlu hefð og leggur áherslu á að búa svo um að gestir njóti sem best þeirrar kyrrðar og fjölbreytni sem til staðar er.

Matreiðslumeistararnir sem þar starfa leggja mesta áherslu á hráefni úr héraðinu. Kemur þorskurinn, steinbíturinn, lúðan og rauðsprettan af gjöfulum fiskimiðum sem eru skammt frá landi og silungur úr nálægum ám og vötnum. Keli segir að í raun viti hann aldrei að morgni hvað verður í matinn þegar á líður daginn. Allt fer það eftir afla hverju sinni.  Fiskikæfur og nýbakað brauð og kökur eru útbúnar á staðnum.

Veitingastofan er opin frá 8 – 21 alla daga. Eru ferðamenn velkomnir að fá sér morgunverð eða fiskisúpu sem borin er fram með brauði. Þá er afbragð að sötra hér léttvín eða bjór í einstaklega fögru umhverfi. Kvöldverður samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti eins og við má búast. Gistihúsið Langaholt er vel staðsett á miðju Snæfellsnesi sunnanverðu, tæpa 90 kílómetra frá Borgarnesi og 165 km frá Reykjavík.

Í nágrenni Langaholts er fjölmargt að sjá og una sér við. Landslagið er tilkomumikið og er hér boðið uppá ýmislegt til dægrastyttingar; hestaferðir, hvalaskoðun og fugla, veiðar og fjöruferðir er meðal þess sem hægt er að njóta.

Langaholt
Ytri-Garðar • 356 Snæfellsbær
435 6789
Langaholt@langaholt.is
www.langaholt.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga