Greinasafni: Icelandic Times
Icelandic Times
Tímarit í örum vexti
Nú er unnið að tíunda tölublaði ferðaþjónustutímaritsins Icelandic Times. Eins og nafnið gefur til kynna er blaðið skrifað á ensku og er það ætlað þeim fjölmörgu erlendu ferðamönnum sem sækja heim Ísland hvert ár. Í blaðinu má finna yfirlit yfir þau mörgu tækifæri sem ferðamönnum stendur til boða hér á landi, jafnt náttúruperlur, gistimöguleika, veitingahús, skipulagðar ferðir og aðra þjónustu. Ljósmyndir fá mikið rúm í blaðinu og gleðja þær alla þá sem það skoða. Margar áhugaverðar greinar er að finna í blaðinu sem dreift er á alla helstu ferðamannastaði landsins svo sem eins og á samgöngumiðstöðvar, gistiheimili og í verslanir.
Það er Land og saga sem gefur út. Færir blaðamenn sem hafa ensku að móðurmáli eða hafa lært það skrifa í það áhugaverðar greinar um hvað eina sem upp á er boðið hringinn í kringum landið. Kemur blaðið út annan hvern mánuð og fer ört vaxandi að stærð. Fyrsta tölublaði Icelandic Times var dreift til fjöl-margra ferðaskrifstofa erlendis en nú hefur fjöldinn aukist svo um munar. Nú er blaðið efnismeira og upplagið stærra en var í fyrstu.

Frumkvöðlar QR kóða

Icelandic Times var fyrst  íslenskra tímarita til að birta hina svo kölluðu QR kóða en með þeim gefst þeim sem hafa yfir snjallsíma að ráða tækifæri til að nálgast fjölmargar upplýsingar um starfssemi og staðsetningu fyrirtækja og annars sem kynnt er í blaðinu.

Vefútgáfa
Icelandic Times er einnig í netútgáfu og hafa erlendar heimsóknir vaxið stöðugt milli mánaða og ára. Blaðið má lesa í heild sinni á www.icelandictimes.com
Undirtektir og almenn ánægja með Icelandic Times gleður alla þá sem að tímaritinu koma. Og eins og fram kemur að ofan er tíunda tölublað tímaritsins komið á rekspöl og er óhætt að ætla að vinsældir þess aukist enn frekar eftir því sem tíminn líður.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga