Greinasafni: List
Bjarkarhóll
Ullarvörur í sérflokki
Sértu á leið að Gullfossi eða Geysi eða átt einfaldlega leið um þær slóðir er tilvalið að staldra við í Reykholti þar sem margt er að sjá og margs að njóta. Á Bjarkarhóli er starfrækt verslun sem sérhæfir sig í sölu garns og prjónavöru af ýmsum toga. Auk íslensku ullarinnar er boðið upp á mikið úrval garns af öðrum uppruna. Þar má meðal annars fá keyptar peysur, húfur og vettlinga. Einnig eru seldir á Bjarkarhóli hnappar, peysunælur og fleiri aukahlutir sem nauðsynlegir teljast í prjónles.  Þar er einnig að finna fjölbreytta gjafavöru, svo sem eins og kaffikrúsir og leirtau, fjölbreytta handunna íslenska skartgripi og snyrtivörur af ýmsu tagi.

Eitt af sérkennum Bjarkarhóls er hið mikla úrval af Nepölskum tölum sem þar eru í boði. Þetta er fair-trade vara og eru allar tölurnar úr náttúrlegum efnum eins og kókóshnetum, skeljum, hornum, beinum, steinum og tré. Efniviðurinn er allur ókeypis og fær fólkið sem framleiðir vöruna því hámarksarð af vinnu sinni. Þegar laun hafa verið greidd er það sem út af stendur notað til að greiða fyrir heilsugæslu og menntun fólksins og barna þeirra.

Tímaritið Björk er gefið út á staðnum og í því má finna prjónauppskriftir, jafnt hefðbundnar íslenskar sem og erlendar. Fjölmargir ungir hönnuðir hafa lagt til efni í Björk og hefur hróður blaðsins borist víða.
Bjarkarhóll er opinn frá  10 – 18 en hópar eru velkomnir á nærfellt hvaða tíma sólarhrings sem er. Þeim er boðið upp á garn og annan varning á sérkjörum. Hafa þessar hópheimsóknir verið vinsælar og góður rómur að þeim gerður. Óvænts glaðnings má vænta í þessum heimsóknum.

Bjarkarhóll

Skólabraut 4 • 801 Reykholti
587 6655
garn@garn.is
www.garn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga