Greinasafni: Veitingar
Café Mika
Súkkulaði á nýjan máta
Matreiðslu- og súkkulaði- gerðarmaðurinn Mika er uppáfinningasamur með afbrigðum. Nú hefur hann tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á humarpylsur. Pylsur þessar eru bornar fram í brauði með tómötum og lauk, yfir er svo stráð sætum chilli og kryddaðri heitri hvítri súkkulaðisósu. Þessi samsetning gælir við bragðlaukana. Mika hefur einnig á boðstólum hnausþykka súkkulaðidrykki. Í viku hverri býður hann upp á fjölbreytt súkkulaði, gert eftir ýmsum uppskriftum.

Mika Café býður upp á fjölbreyttan matseðil sem breytist í takt við árstíðirnar. Boðið er upp á ferskt grænmeti, íslenska osta, rækjur, humar og kjötmeti handa einstaklingum og hópum. Einnig er boðið upp á úrval drykkja með matnum sem hægt er að njóta úti við þegar tíð er góð.

Hér færðu einnig rjómaís. Mika blandar saman ýmsum bragðtegundum, hnetum, ávöxtum og fleiru sem veldur því að einstök upplifun er. Snilldarblöndur þessar í ís valda því að seint verður maður af þeim fullsaddur. Þar sem ísinn er ekki svo einfaldur í langferðum hefur Mika upp á konfekt af ýmsu tagi að bjóða. Hægt er að velja sér mola í box og taka með sér eða neyta á staðnum með matnum.

Úrvalið hjá Mika er einstakt og svíkur ekki.


Café Mika
Skólabraut 4 • 801 Reykholti
896 6450
mikaehf@simnet.is
á Facebook

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga