Greinasafni: Afþreying
Víkingaferð 21. Aldar
Iceland Riverjet
Þótt hægt sé að róa í rólegheitum um ár og vötn hefur Hvítá upp á annað og æsilegra að bjóða. Kraftur fljótsins er þekktur og má því til staðfestingar minna á Gullfoss sem er helsta perla árinnar. Iceland Riverjet býður fólki að sigla um Hvítá nokkru fyrir neðan fossinn og lýkst þá upp fyrir þeim sem þar fara hvílíkur ógnarkraftur býr í fljótinu. Bátarnir eru sérbyggðir úr áli og eru knúðir áfram af vatnsþrýstingi. Þeir fara léttilega um grynningar allt að 10 sentimetrum, ná 75 kílómetra hraða á klukkustund og geta snúið við á punktinum. Þeir láta einkar vel að stjórn og eru öruggir. 400 hestafla V8 vél knýr þá áfram. 45 mínútna sigling býður upp á tilkomumikið útsýni þegar farið er eftir ánni þar sem hraun er um allt og landslag stórbrotið Þeir sem náð hafa 10 ára aldri geta notið þessara ferða. Einnig er boðið upp á ævintýralegri siglingu sem tekur um það bil 2 stundir. Þá er siglt öllu lengra upp eftir ánni  þar sem straumurinn er stríðari og upplifunin tilkomumeiri. Allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri geta notið þessarar upplifunar. Öryggis er að fullu gætt í ferðum þessum og farþegum kennt að bregðast við því sem kann að koma upp á. Daglegar ferðir eru frá apríl og fram í október. Norðmaðurinn Cato Bergnord stofnaði fyrsta Riverjetfyrirtæki Evrópu og býr að 17 ára langri reynslu af ferskvatnssiglingum. Hann hefur próf á þetta tæki útgefið á Nýja Sjálandi þar sem þessi tegund siglinga er vinsæl íþrótt.

Sjá myndband hér

Iceland Riverjet
Skólabraut 4 • 801 Reykholti
863 4506
contact@icelandriverjet.is
www.icelandriverjet.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga