Greinasafni: Hótel og gisting
Gamli bærinn Húsafelli
Fagurt umhverfi, sögufrægt pláss
Gamli bærinn á Húsafelli er frá árinu 1908 og var íbúðarhús ábúenda á Húsafelli fram til ársins 1964 .  Árið 1996 var húsið gert upp af Kristleifi Þorsteinssyni og Sigrúnu Bergþórsdóttur  og rekstur gistiheimilis hófst.  Við endurreisn hússins var leitast við að varðveita upphaflega mynd þess og virðingar við sögu hússins gætt. Gamli bærinn er á þremur hæðum, á neðstu hæð er eldhús, borðstofa, salerni og setustofa.

Á annari hæð eru þrjú tveggja manna herbergi og þrjú baðherbergi. Á efstu hæð hússins eru tvö tveggja manna herbergi og eitt baðherbergi. 

Á verönd við húsið er heitur pottur.
Árið 2007 fóru aftur fram endurbætur á húsinu og byggð við forstofa á jarðhæð og húsgögn endurnýjuð. Á sumrin eru herbergin leigð með morgunmat og þá mest í gegnum Ferðaþjónustu bænda.Erlendir gestir hússins eru flestir ánægðir og finna sögu lands og þjóðar í hverri fjöl. Á veturna er leigan með öðru  móti, ýmist uppábúin rúm eða svefnpokapláss en þá alltaf án morgunverðar.

Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar og sú aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn, sem þar hefur verið komið upp á undanförnum árum, laðar til sín fjölda ferðamanna og dvalargesta á hverju ári. Saga Húsafells er löng og oft með þjóðsagnablæ. Elstu heimildir um búsetu á Húsafelli eru í Laxdæla sögu frá því um 1170, en þar er getið um Brand Þórarinsson. Einna frægastur ábúenda að Húsafelli er eflaust Snorri Björnsson (prestur) , en hann bjó þar á árunum 1756-1803. Um hann hafa verið ritaðar bækur og ótal frásagnir eru til af honum og sumar hverjar með miklum þjóðsagnarblæ. Frægar eru kvíarnar sem Snorri hlóð og aflraunasteinninn sem kallaður er Kvíahellan. Sá sem heldur uppi nafni Húsafells á okkar dögum er án efa myndlistarmaðurinn Páll Guðmundsson, en hljóðfæri smíðað af honum er stundum að finna í  kirkju staðarins. Í grenndinni eru Barnafoss og Hraunfossar og hellarnir Víðgelmir og Surtshellir. Margar góðar gönguleiðir eru í Húsafellslandi og þaðan er einnig farið í ferðalög um nágrennið, til dæmis að Eiríksjökli eða Langjökli, upp á Arnarvatnsheiði eða suður Kaldadal. Þeir sem vilja kynna sér nánar það sem Gamli bær hefur upp á að bjóða skal bent á upplýsingakóðann hér fyrir neðan.

Gamli bærinn Húsafelli

Húsafell • 311 Borgarbyggð
895 1342
sveitasetrid@simnet.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga