Greinasafni: Veitingar
Íslenskur heimilismatur úr hráefni úr heimabyggð
Kaffihús og markaður í gamla Kaupfjelagshúsinu
Á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík er rekinn veitingastaður þar sem lögð er áhersla á íslenskan heimilismat í hádeginu yfir sumartímann. „Það getur verið gott að breyta til á ferðalaginu og fá sér staðgóðan hádegisverð í fallegu og þægilegu umhverfi,“ segir Friðrik hótelstjóri. „Á Hótel Bláfelli er meðal annars boðið upp á plokkfisk, kjötsúpu og fiskisúpu og þar ættu allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi.“
Á kvöldin er boðið upp á hlaðborð með úrvalsréttum þar sem hráefnið er að miklu leyti sótt í nágrennið hvort sem er haf eða haga. Réttirnir eru svo útbúnir á ýmsan hátt allt frá klassísku lambalæri, pottréttum með marókósku ívafi, fiskirétti og grænmetisréttum ásamt réttum með tælensku ívafi. Ef hlaðborðið er ofhlaðið þá er líka boðið upp á léttan matseðil með ýmsum krásum allt frá hamborgurum og pítsum yfir í djúpsteiktan fisk og franskar eða nautasteik. Hamborgararnir á Bláfelli eru 120 gr. gerðir á staðnum og eru úr úrvals nautakjöti frá Kleif í Breiðdal.

Á Hótel Bláfelli eru tveir salir, annar tekur um 120 manns í sæti en hinn um 30. Því hentar stærðin að mörgu leyti ýmiss konar fundum eða mannfögnuðum. Eins má bara taka frá smá tíma og njóta þess að sitja í bjálkastofunni við snarkandi eldinn eftir góðan dag.  Hótel Bláfell var opnað árið 1982, þá með átta gistiherbergi og lítilli matsölu. Árið 1998 var það stækkað og ný bygging var tekin í notkun. Í dag eru herbergin orðin 25, öll með baðherbergi, sjónvarpi, síma og interneti. Hægt er að fá deluxe herbergi eða junior svítu þar sem eru meðal annars flatskjár og DVD tæki. Til að gera dvölina sem eftirminnilegasta er ýmislegt í boði. Á Breiðdalsvík er öll helsta þjónusta og þar á meðal skemmtileg útisundlaug og íþróttahús. Þetta er barnvænt umhverfi með leikvöllum og góðri fjöru og skemmtilegri náttúru í kring. Breiðdalurinn hefur líka upp á margt að bjóða, þar á meðal hestaferðir og skipulagðar gönguferðir eða veiði hvort sem er lax í Breiðdalsá, vatnaveiði eða örlítið stærri villibráð.

Breiðdalur er mestur dala á Austurlandi.  Þar hefur verið byggð frá landnámi og er Hrafnkell Freysgoði án efa frægasti sonur þessa byggðarlags.  Byggðin á Breiðdalsvík er ekki gömul, vörugeymsla Gránufélagsins var reist þar árið 1889 og 1896 byggði Brynesverslun  hús efst á Selnesi sem brann áratug síðar en nýtt verslunarhús var reist í staðinn og er það elsta hús þorpsins. Nú hefur það öðru hlutverki að gegna en upp var lagt með. Gamla Kaupfjelagið hýsir nú Breiðdalssetur, minningarstofu um Stefán Einarsson, jarðfræðisetur og kaffihúsið Kaupfjelagið. Þá er þar hand-verksmarkaður, minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Hótel Bláfell
Sólvöllum 14 • 760 Breiðdalsvík
475 6770
info@hotelblafell.is
www.hotelblafell.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga