Greinasafni: Hótel og gisting
Hótel Tindastóll

Víðförult hús
Hótel Tindastóll er norskt einingahús sem talið er að hafi verið reist árið 1820 á Hofsósi. Á Sauðárkrók kom það með viðkomu í Grafarósi  1884. Tindastóll er elsta hótel landsins. Var það gert upp árið 2000, þar eru tíu herbergi, sjö tveggja manna, eitt með tveimur stökum rúmum og tvær svítur með tveimur tvíbreiðum rúmum. Á herbergjunum er allt sem til þæginda getur talist; fataskápur, minibar, skrifborð, buxnapressa, hárblásari, sjónvarp og baðherbergi. Hvert herbergi hefur sitt auðkenni, lit og nafn. Nöfn herbergjanna eru eftir sögufrægum íslendingum sem tengjast Skagafirði á einn og annan hátt. Má nefna Hallgrím Pétursson, Jón Arason, Gretti Ásmundarson og ferðalanginn Guðríði Þorbjarnardóttur.

Frá Hótel Tindastóli er tilvalið að fara um Skagafjörð og er þar margt merkilegt að sjá og upplifa. Bátsferðir til eyjanna á firðinum, hestaferðir, flúðasiglingar og Vesturfarasetrið á Hofsósi. Þá er Byggðasafnið í Glaumbæ staður sem vert er að skoða. Í kjallara hótelsins er svonefnd Jarlsstofa. Hún er innréttuð í gömlum stíl og hefur yfir sér rómantískan blæ. Þar er tilvalið að halda fundi, nota sem matsal eða setustofu. Til að fullkomna dvöl gesta er einkar þægilegur heitur pottur á baklóð hótelsins. Hann er hlaðinn úr sjávargrjóti og rennur í hann 39°C heitt vatn árið um kring.Hótel Tindastóll svíkur engan sem þar kýs að dvelja.

Hótel Tindastóll
Lindargata 3 • 550 Sauðárkrókur
453 5002
sml@simnet.is
www.hoteltindastoll.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga