Greinasafni: Hótel og gisting
Gistiheimilið Árból Húsavík
Með sál og sjarma
Gistiheimilið ÁRBÓL er fyrrum sýslumannssetur, hlýlegt hús með sál og sjarma og langa og merka sögu. Húsið stendur í “hjarta bæjarins” á bakka Búðarár, vestast í Skrúðgarðinum, einni af perlum Húsavíkur.  Herbergin eru 1-4 manna. Góður morgunverður, notalegt viðmót og fallegt umhverfi, ætti að geta tryggt fólki ánægjulega dvöl.

Gistiheimilið ÁRBÓL er vel staðsett til dagsferða t.d. í Mývatnssveit (45 min),  Ásbyrgi  ( 50 min),  Jökulsárgljúfur – Þjóðgarður (ca 60 min) og margar fleiri perlur finnast í næsta nágrenni.
Húsavík er einhver fallegasti bær á Íslandi og staðsetningin er frábær. Hver náttúruperlan af annarri er í næsta nágrenni. Á Húsavík búa 2.500 manns. Minna má á Húsavíkurkirkju, sem af mörgum er talin fegursta kirkja landsins og er hún fyrir löngu orðin tákn bæjarins.

Ýmis afþreying er í boði á Húsavík.
  1. Hvalskoðun, Lundaskoðun og sjóstangaveiði.
  2. Minja- og náttúrugripasafn, Hvalasafn og Reðasafn.
  3. Fallegur skrúðgarður við bakka Búðarár, með miklu fuglalífi vekur aðdáun allr sem hann líta.
  4. Fjölbreyttar merktar gönguleiðir eru í og við bæinn,  t.d. gönguferð í kringum Botnsvatn – ca klukkutíma ganga í fallegu og friðsælu umhverfi, o. m. fl.
Verið hjartanlega velkomin.

Gistiheimilið Árból

Ásgarðsvegi 2 • 640 Húsavík
464-2220
guest.hus@simnet.is
www.arbol.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga