Greinasafni: Veitingar
Fjörfiskar sem kunna sitt fag
...og leiðist ekki að sinna því
Að versla fisk gerist ekki mikið skemmtilegra en í Fiskbúðinni í Mosfellsbæ. Búðin, sem er frábærlega staðsett í miðbæ Mosfellsbæjar (við hliðina á Krónunni), er rekin af þeim Kristjáni Breiðfjörð og Sigurði Fjeldsted en þeir félagar bjóða uppá fleira en hágæða fisk.

Fiskbúðin iðar af fjöri og húmor alla daga og glaðvært andrúmsloftið og persónuleg þjónustan gerir það að verkum að það rekur enginn þar inn nefið öðruvísi en að fara töluvert hressari heim til sín.  Fiskbúðin býður uppá fjölbreytt úrval af bæði fisktegundum og réttum.

Allt frá tilbúnum fiskréttum til marineraðra eða hreinna flaka að ógleymdum grillspjótunum sem eru mjög vinsæl yfir sumartímann, ekki síst hjá útlendingum sem streyma í búðina á þessum árstíma. Einnig er hægt að fá alls kyns sælkeravörur, gæðaolíur og grænmeti, reyndar er þar allt sem þarf í hina fullkomnu fiskmáltíð auk þess sem þeir Kristján og Sigurður eru ósparir á ráðleggingar til viðskiptavina varðandi meðhöndlun og matseld á fiski.

Fiskbúðin Mosfellsbæ

Háholt 13-15 • 270 Mosfellsbæ
864 4030
fiskbudinmos@gmail.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga