Greinasafni: Ferðaþjónusta einnig undir: AfþreyingVeitingar
Dýragarðurinn Slakki, sannkallað ,,kærleiksríki“ fyrir alla fjölskylduna!!
Slakki - Dýragarður og leikjamiðstöð
Í Laugarási sem er skammt frá Skálholti er sannkölluð ævintýraveröld, Dýragarðurinn Slakki. Þar geta börn á öllum aldri komist í nána snertingu við dýr í fögru umhverfi. Er þessi Paradís afar vel sótt af ferðamönnum og una börn sér þar iðulega daglangt við að fylgjast með dýrunum sem þar eru til sýnis og  njóta að auki annarrar dægrastyttingar sem í boði er, púttvallar undir þaki, billiardborða og setustofu þar sem margt er hægt að gera. Meðan börnin una sér við leik og rannsóknir geta foreldrar notið áhyggjulausrar dvalar. Ánægja skín úr andliti barna sem þangað koma. Að kynnast húsdýrunum íslensku, frá hrossum og niður í mýs veitir þeim ómælda ánægju og kynnast þau einnig fuglum frá framandi löndum og fiskum sem synda áhyggjulausir um í fiskabúrum sínum. Kisuhúsið í Slakka er afspyrnu vinsælt. Þar dvelja börnin löngum stundum við að strjúka og hnoðast með þessi vinalegu dýr. Þá er mjög vinsælt að knúsa hvolpana og gefa kálfunum mjólk úr pela. Andrúmsloftið getur verið afar kærleiksríkt á stundum, börn, fullorðnir og gamalmenni út um allan garð að knúsa dýr.  Þá er leikvöllurinn í Slakka vinsæll og margt þar í boði. Dagurinn er langt í frá nógu langur fyrir hina ungu gesti og vekur það furðu að börn af sveitaheimilum vilja dvelja þar sem lengst þótt þau séu öllu dýrahaldi vön að heiman. Þeir sem ætla sér að hafa skamma viðdvöl í Slakka skulu búa sig undir að dvelja þar öllu lengur en þeir gera ráð fyrir. Því er eins gott að í Slakka sé veitingastofa með kaffi og heimalöguðu snarli, ljúfengum hamborgurum með salati og eplakökum og rjóma. Í litlu krúttlegu húsi sem að lítur út eins og torfbær er lítil veitingastofa með Kjörís, sælgæti og kaffiveitingum. Það er hægt að njóta hnossgætisins hvort sem er innan dyra með útsýni yfir minigolfvöllin eða utan dyra á sólríkum skjólgóðum palli. 

Dýrahúsin eru opin frá eitt til fimm síðustu helgina í apríl og garðurinn síðan opin daglega 11-18 frá 1. Júní og til ágústloka. Slakki er einn af leyndardómum Íslands og æ fleiri senda myndir og myndbönd í gegnum internetið, en það kemur engan veginn í staðinn fyrir upplifunina að vera á staðnum. Hvað er ánægjulegra en að sjá gleði skína úr andlitum barnanna sem heimsækja þennan einstaka stað? Fjölbreytnin veldur því að börnin gleyma seint heimsókn á Slakka.

Slakki Zoo
Launrétt I • 801 Selfossi
486 8783
helgi@slakki.is
www.slakki.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga