Greinasafni: Veitingar
Pylsubíll á fjölförnum vegamótum
Eldhús á hjólum
Við nyrðri enda Hvalfjarðarganga hefur Pylsubíllinn staðið frá því fyrr í sumar og hafa vinsældir hans aukist eftir því sem tíminn hefur liðið. Þar er að sjálfsögðu boðið upp á hinn sígilda skyndibita, pylsu í brauði með kunnuglegu meðlæti. Ekki er sjálfgefið að hver sá sem setur pylsur í pott fái úrvalsfæðu upp úr honum. Til að svo verði verður að vanda til verks og það er einmitt gert í Pylsubílnum.  Einnig er boðið upp á ýmislegt annað í þessu eldhúsi á hjólum. Hér fást að sjálfsögðu gosdrykkir, sælgæti og ís. Þá er kaffi á könnu og ljúffengar súkkulaðikökur sem vert er að bragða á. Þeirri nýbreytni hefur verið bætt við að bjóða upp á súpur; kjötsúpu, kjúklingasúpu og aðrar.  Að sögn eigandans, Arnþórs Gylfa Árnasonar er staðsetning Pylsubílsins mjög góð, fólk stansar til að  fá sér í gogginn og sá sem einu sinni hefur bragðað á því sem þar er í boði mun láta það eftir sér að njóta aftur.

Pylsubíll við norðanverð Hvalfjarðargöng
695 3366
borgarnes@hostel.is
www.borgarneshostel.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga