Svo fremi sem ekki rignir inn

Pace þakefni sem hafa sannað sig
Pace þakefnin eru samstæða efna sem hafa verið í stöðugri þróun frá árinu 1957 með það að markmiði að komast fyrir hið víðfeðma vandamál  sem kallast þakleki  og hefur verið þekkt um víða veröld síðan menn fóru að myndast við að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Þótt hægt sé að senda menn til tunglsins og jafn vel víðar, er enn verið að vandræðast með þök af öllum stærðum og gerðum með ótal tegundum af klæðningum, sem leka, þrátt fyrir að kallaðir séu til sögunnar hinir færustu sérfræðingar á sviði arkitektúrs, byggingaverkfræði og húsasmíða.  Oft kemur allt fyrir ekki, vatnsdropinn finnur sína leið þangað sem hans er ekki vænst. Þetta hefur valdið mörgum húseigendum harmi á öllum tímum og er elstu heimildir um slíkt að finna í Orðskviðum Salómons í Biblíunni, þar sem þakleki er greindur sem slíkt böl, að aðeins finnist eitt honum verra.

Svo við komum aftur að Pace efnunum, þá eru þau fljótandi gúmmí  í nokkrum þykktum, eftir því sem við á, ásamt bindigrunnum, ryðeyðingarefni  og trefjadúk, sem stundum þarf að nota með. Efnin eru notuð til að tryggja vatnsheldni þaksins og til að lengja líftíma þess svo um munar, þannig að Pace lausnin myndar oft brú milli þeirra tveggja kosta sem lengst af hafa verið í boði, þ.e.a.s. að mála þakið eða skipta alveg um klæðningu. Húseigendur standa gjarna frammi fyrir því að þakið þarfnist meira en bara málningar til að gegna hlutverki sínu, en vaxi hins vegar í augum kostnaðurinn við að skipta um þak. Þar kemur Pace inn sem sameinar þá tvo kosti sem gott þak þarf að hafa til að bera: Að vera fallegt og vatnshelt. Auk aragrúa einstakra húseigenda og húsfélaga, hafa alls konar fyrirtæki,  í einkageira sem hinum opinbera, álver, flugfélög, matvælaframleiðendur, sem og sveitarfélög með sína skóla og íþróttahús, valið og halda áfram að velja Pace þegar kemur að þakinu.
Pace efnin eru framleidd í Bandaríkjunum og eru notuð í yfir 60 löndum, við hinar ólíkustu veður- og loftslagsaðstæður. Þau hafa verið notuð  á Íslandi í 22 ár og hafa þrjú fyrirtæki sérhæft sig í lagningu þeirra.

Pace umboðið
Brekkustígur 16 • 245 Sandgerði
696 7282
pace@paceiceland.is
www.paceiceland.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga