Einar Ben veitingastaður
Einar Benediktsson 1864-1940.
Einar Benediktsson er íslensk þjóðhetja frá þeim tíma þegar Ísland var að vakna úr dvala eftir aldalanga kyrrstöðu sem nýlenda Danakonungs. Einar fæðist að morgni nýrrar aldar þegar fyrirheit um bjartari framtíð og tækniframfarir lágu í loftinu. Hann varð sú persóna í upphafi 20. aldar sem holdgerði þá stóru drauma sem í dag eru Íslendingum sjálfsagður veruleiki. Eftir að hann lauk lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla1892 kom hann til Íslands og gerðist aðstoðarmaður föður síns í sýslumannsembætti. Einar rak síðar eigin lögmannstofu, hér í þessu húsi, og var einnig sýslumaður um tíma, auk þess að hefja útgáfu á fyrsta dagblaði á Íslandi, Dagskrá, árið 1897.

En í huga þjóðarinnar er Einar Benediktsson í raun og veru tveir menn – athafnamaðurinn og skáldið.  Athafnamaðurinn Einar flutti til Edinborgar 1907 til þess láta draum sinn um viðreisn íslenskrar þjóðar rætast. Næstu áratugi bjó hann víða erlendis og stofnaði mörg hlutafélög utan um ýmsar ævintýralegar hugmyndir. En þær stærstu lutu að draumi hans um að virkja íslenska fossa til rafmagnsframleiðslu svo efla mætti iðnað á landinu og veita nýju fjámagni inn í landið. Einar var mikið glæsimenni og barst mikið á, höfðinglegur í fasi og hafði magnaða persónutöfra. Margar þjóðsögur hafa spunnist um viðskipti hans við erlenda fjármálamenn; hann á jafnvel að hafa selt einhverjum þeirra bæði jarðskjálftana og norðurljósin! Fyrirætlanir Einars voru löngu á undan samtíð hans og því mættu þær harðri andstöðu heima á Íslandi og engar þeirra komust í framkvæmd.

En íslendingar hafa aldrei snúið baki við skáldum sínum og jafnan hafa framkvæmdamenn og stjórnmálamenn þótt hafa betri málstað ef þeir gátu ort kvæði. Og það gat Einar, með þeim hætti sem engin hefur leikið eftir honum síðan. Kvæði hans mörg þóttu þung og illskiljanleg hans samtíma, en í dag sjáum við hversu stórbrotin hugsun liggur að baki þeim, einlæg og auðmjúk hrifning á fegurð og tign íslenskrar náttúru, virðing fyrir íslenskri tungu og djúp þrá eftir að öðlast skilning á hinu æðra í tilverunni. Heimur skáldskaparins var honum hinn sanni raunveruleiki og þar var hann næstur sjálfum sér. Fjármálabröltið var honum leikur, sem hann tók þátt í af hugsjón fyrir framtíð íslenskrar þjóðar, en sjálfur bar hann litla virðingu fyrir efnislegum gæðum þótt sjálfsagt hafi enginn íslendingur á þeim tíma haft meira fé milli handa en hann, enginn haft meira umleikis, ferðast víðar eða lifað hærra. Hann tók fullan þátt í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar og á heiðurinn af hvítbláa fánanum sem lengi vel var fyrsta tákn þess að þjóðin væri stigin fram til sjálfstæðrar tilveru.

Hann orti kvæðið “Til fánans”, sem er, ásamt mörgum kvæðum Einars, orðið að sígildu ættjarðarljóði. Íslenski fáninn sem við þekkjum er Hvítbláinn Einars með rauðum krossi til viðbótar, sem bætt var við vegna fornra tengsla Íslands og Danmerkur. Einar Benediktsson lést 1940, þá bæði langveikur og fátækur, í Herdísarvík, litlu bóndabýli við suðurströndina. Hann hvílir í heiðursgrafreit þjóðarinnar á Þingvöllum. 

Einar Benediktsson 1864-1940.

Einar Benediktsson's Icelandic hero from the time when Iceland was waking up from hibernation after centuries of Danish rule standing as a colony. Einar was born on the morning of a new century with the promise of a brighter future and the technological advances available in the air. He was the person in the early 20th century, Einar had the big dream that one day Icelanders would become a nation among nations. After Einar finished his law degree from Kaupmannahafnarháskóla1892 he came to Iceland and became an assistant to his father in the District Commissioner's office. Einar looked after their own law firms, in what is a Restaurant to day, -and was also a magistrate for a while, and started issuing the first newspaper in Iceland, the Agenda, in 1897.

But in the minds of the nation's Einar Benediktsson is actually two men - entrepreneur and writer. Entrepreneur Einar moved to Edinburgh 1907 to make his dreams come true, -making Iceland a first nation. Over the next decades he lived in many countries and established a number of limited companies manage a variety of adventurous ideas. But his biggest concern/dream -the Icelandic waterfalls -to produce electricity that could strengthen the industry in the country and provide new capital of untold fortune. Einar was a stately and received much, precious phase and had a powerful charisma. Many legendary stories have been told -of transactions with foreign bankers; he even sold: earthquakes and the northern lights!

Einars intentions were long before his contemporaries and suffered stiff opposition at home to conservative Iceland and none of the dreams came into effect, due to backwards politicians, who still to day the nations suffers from.

His many poems seemed heavy and difficult to understand his contemporary, but today we see the magnificent thought behind them, sincere and humble -heart the beauty and majesty of Icelandic nature, respect for the Icelandic language and a deep desire to understand the grandeur of life . World of fiction, he was the true reality -he was himself. Finance was his game, he took part in the vision for the future of the Icelandic nation, but he bore little respect for the material quality, although of course -no Icelander at the time had more money between there hands, but, no one had more respect for the nation and its people than Einar Ben, Einar traveled further or live more/higher than most men ever do. He took active part in the independence of Iceland in the early 20th century and in honor of the blue-white flag that a long time was the first sign that the nation would be taken out for an independent existence.

He composed a poem "To the flag", which, along with many other poems of Einars are a classical national poem. Icelandic flag that we know is Hvítbláinn Einar, with a red cross in addition, added to the ancient relations between Iceland and Denmark. Einar Benediktsson died in 1940, both sick and poor, in Herdísarvík, a small farm on the south coast. -Einar rests at Thingvellir Icelands national park.
 
Restaurant Einar Ben
Veltusundi 1 101 Reykjavik
Phone 511 5090

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga