Greinasafni: Söfn
Kvikan, auðlinda- og menningarhús í Grindavík


Kvikan, auðlinda- og menningarhús var formlega opnað sumarið 2011. Í Kvikunni eru nú tvær sýningar. Annars vegar Saltfisksetrið sem verið hefur í húsinu frá því það var opnað 2002 og hins vegar ný sýning sem nefnist Jarðorka sem er ætluð að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta. Þá hefur verið opnað kaffihús í Kvikunni sem er nú opið alla daga vikunnar frá kl. 10-17 og verður húsið nú miðstöð auðlinda- og menningar í Grindavík.

Hannað hefur verið auðkennismerki fyrir Kvikuna, auðlinda- og menningarhús og sá Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður um það. Merkið þykir endurspegla vel auðlindirnar tvær sem eru í húsinu, annars vegar hraunkviku og hins vegar hafið. Gunnar hannaði einnig auðkennismerki Jarðorkunnar.
Sjá myndband við opnun hér
Kvikan - Auðlinda- og menningarhús
Hafnargata 12a - Sími 420 1190
kvikan@grindavik.is
www.grindavik.is/kvikan
Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga